fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Kaup útlendings á Vigur í uppnámi ? – Kaupandinn ekki Jim Ratcliffe

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur verið til sölu síðastliðið ár eða svo og er föl fyrir um 320 milljónir króna. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að í næstu viku skýrist hvort Vigur fái nýjan eigenda.

Greint er frá því að mögulegur kaupandi ku vera útlendingur, búsettur í Evrópu. Ekki er þó um að ræða Jim Ratcliffe, breska auðkýfinginn sem á þegar ríflega eitt prósent af Íslandi.

Þetta staðfestir Salvar Baldursson, bóndi í Vigur, við Eyjuna í dag, en hann hefur verið eigandi Vigur ásamt konu sinni, Hugrúnu Magnúsdóttur, frá 1994.

Heimildir Eyjunnar herma að kaupandinn sé frá Grikklandi en að hann sé ólíklegur til að klára kaupin. Aðspurður vildi Salvar ekkert gefa upp um söluna né þjóðerni kaupandans, að öðru leyti en að ekki væri um Jim Ratcliffe að ræða.

Alls þrjú tilboð hafa borist undanfarin mánuð og eru tvö þeirra frá Íslendingum, samkvæmt frétt RÚV, en þau þóttu ekki nægilega há. Allir þeir sem standa að baki tilboðunum þremur hyggjast stunda einhverskonar ferðaþjónustu í eynni.

Ísafjarðabær bíður svara ráðherra

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur skorað á yfirvöld að kaupa Vigur, þar sem óttast er að nýr eigandi muni loka fyrir aðgang almennings að eyjunni, sem skarti mikilvægum menningarminjum og sjófuglabyggð.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði við bb.is að málið snerist ekki um erlent eignarhald, heldur aðgengi að eynni:

„Þetta snýst um óvissuna og þann raunverulega möguleika að eyjan verði keypt með aðra sýn í huga en núverandi eigendur hafa.“

Engin svör hafa hinsvegar borist Ísafjarðabæ frá ríkisstjórninni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump