fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Guðmundur Andri: „Ríkur kall á Englandi eigi ekki að geta keypt hér jarðir út í það óendanlega“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 15:30

Guðmundur Andri Thorsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist andvígur jarðakaupum erlendra auðkýfinga, sem innlendra, hér á landi. Hann segir það stefnu jafnaðarmanna að auður eigi ekki að safnast á fárra hendur, í hvaða formi sem sá auður er:

„Ég held að það sé einhver starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar að klóra sér í hausnum yfir því hvernig eigi að haga þessum jarðakaupum. Þarna takast á sterkir hagsmunir; landeigendur vilja margir hverjir sem mest verð fyrir eignir sínar og eiga sér öfluga talsmenn á þingi; auðmenn af ýmsu þjóðerni vilja safna landi í þeirri trú að ekkert sé betri fjárfesting í framtíðinni en land, sérstaklega land með vatni og aðgangi að hafi, vítt land og fagurt: allir auðmenn vilja geta bandað út hendinni út að sjóndeildarhring og sagt: Þetta á ég. Þetta er eitt af þessum fjölmörgu málum sem skilja að jafnaðarmenn og flokkana sem gæta sérhagsmuna. Við teljum að auður eigi ekki að safnast á of fárra hendur, hvort sem hann felst í eiginlegum eða óeiginlegum verðmætum; ríkur kall á Englandi eigi ekki að geta keypt hér jarðir út í það óendanlega jafnvel þó að hann sé svo veglyndur að leyfa fólki að nýta þessar jarðir; hann mun eignast erfingja, sem eignast erfingja … Ekki heldur íslenskir auðmenn eða malasískir. Margir tala um dönsku lögin sem kveða á um búsetuskilyrði og það er vissulega athugandi að líta þangað. Við svo búið má að minnsta kosti ekki standa.“

Ummæli Guðmundar Andra koma í kjölfar fréttaflutnings af breska auðkýfingnum Jim Ratcliffe, sem keypt hefur fjölda jarða hér á landi undanfarin ár. Á hann nú ríflega eitt prósent jarða á Íslandi, en hann keypti nýlega jörðina Brúarland 2 í Þistilfirði.

Sjá nánar: Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir að skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Kaupin þurfi að vera skilyrt

Margir muna eftir tilraunum kínverska auðmannsins Huang Nubo til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum árið 2011, sem mætti mikilli andstöðu sumra þingmanna VG, sem þá sat í stjórn með Samfylkingunni. Ögmundur Jónasson fór fremstur í flokki þeirra sem vildu ekki leyfa slík kaup, en Samfylkingin, með Jóhönnu Sigurðardóttur og Árna Pál Árnason í broddi fylkingar, var fylgjandi kaupunum.

Samfylkingin hefur ekki ályktað sérstaklega um jarðakaup útlendinga eftir að Logi Einarsson tók við formennsku Samfylkingarinnar, þó svo þingmenn hafi tjáð sig um málið í ræðu og riti.

Logi sagði hinsvegar við Eyjuna að hann væri persónulega á sömu skoðun og Guðmundur Andri:

„Það þurfa að vera einhverjar reglur um þetta. Mín persónulega skoðun er að enginn einstaklingur, íslenskur eða útlenskur, eigi að geta átt nema ákveðinn hluta af landi eða auðlindum okkar, ef út í það er farið. Ég held að flestir séu sammála um að það þurfi að vera einhver regla um þetta, en það þarf auðvitað eitt að yfir alla að ganga.“

Tekur Logi þar með undir orð Sigríðar Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sem í fyrrasumar sagði að ótti fólks við kaup útlendinga á jörðum hérlendis væri tilfinningalegs eðlis og óljóst væri hvað fólk óttaðist. Hún sagði að þó væri ástæða til að bregðast við slíkum áhyggjum, en eitt þyrfti yfir alla að ganga.

Sjá nánar: „Skiptir ekki máli hvort jarðeigendurnir eru Íslendingar eða útlendingar, eitt verður yfir alla að ganga“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna