fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. júlí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingarfélagið Sólarsalir ehf. sem er í eigu Jim Ratcliffe, eins ríkasta manns Bretlands, hefur keypt jörðina Brúarland 2 í Þistilfirði, samkvæmt frétt RÚV. Frekari jarðakaup eru ekki sögð áformuð, en Ratcliffe hefur keypt margar jarðir í Þistilfirði og Vopnafirði undanfarin ár. Er talið að hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, sem telur einnig Jóhannes Kristinsson, gjarnan kenndan við Fons, eigi yfir 40 jarðir hér á landi, hvers samanlögð stærð nemur um 1000 ferkílómetrum, samkvæmt samantekt Morgunblaðsins í júlí í fyrra og taldist þá um 1 prósent af Íslandi.

Um 7.700 jarðir eru skráðar hér á landi, þar af eru um 6.600 lögbýli. Alls 384 jarðir eru að hluta eða í heild sinni í eigu aðila með lögheimili erlendis og 62 jarðir eru í fullri eigu aðila með erlent lögheimili.

Kallað eftir skoðun skattsins

Samkvæmt Jóhannesi Sigfússyni, bónda á Gunnarsstöðum og formanns veiðifélags Hafralónsár, var ekkert samráð haft við landeigendur um kaupin, en með í kaupunum fylgdi veiðiréttur í ánni, og eiga félög Ratcliffe því nú meirihluta veiðiréttar í ánni:

„Alla vega hefur enginn hugmynd um þetta fyrr en það er búið að ganga frá þessu. Eins og þetta með að Brúarland sé byggt út úr Gunnarsstöðum og í óskiptu landi, þá höfum við ekki hugmynd um þetta fyrr en okkur er tilkynnt um þessa sölu. Ég held að skatturinn ætti nú að skoða þessi mál. Það er eini aðilinn sem hefur til þess tæki til hvernig þetta fer fram. Ég held að það sé svolítið mikið um það að þetta sé bara borgað allt með seðlum,“

segir Jóhannes við RÚV.

Falla öll vötn til Finnafjarðar ?

Margar jarðir Ratcliffe og félaga liggja að Finnafirði á Austfjörðum, eða um 30 þúsund hektarar, hvar framundan eru fyrirhuguð mikil uppbyggingaráform í formi umskipunarhafnar, vegna nýrra siglingaleiða um norðurslóðir í kjölfar bráðnunar jökla á svæðinu.

Elís Pétursson, sveitastjóri Langanesbyggðar, hefur þó sagt að engin tengsl séu milli stórtækra jarðakaupa Ratcliffe og þess verkefnis sem framundan sé í Finnafirði, en Ratcliffe er einnig eigandi Ineos, eins umfangsmesta gas- og olíufyrirtækis heims, en meðal hlutverka umskipunarhafnarinnar í Finnafirði er olíubirgða- og gasvinnsluaðstaða.

Hefur Ratcliffe haldið því fram að jarðakaup hans séu til þess að tryggja uppbyggingu laxveiði á svæðinu, með meirihlutastjórn í veiðifélögum.

Vill koma ríkisjörðum í sölu

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að ríkið losi sig við þær 450 jarðir sem það hefur viðað að sér í gegnum árin, en andvirði þeirra er talið vera um sex milljarðar króna. AF þeim eru um 150 í umsjón ýmissa ríkisstofnana, um 300 eru venjulega bújarðir sem flestar eru leigðar út, en sumar eru eyðijarðir.

Haraldur segir við Fréttablaðið í dag að ríkið eigi að fara í átak til að losna við jarðirnar þar sem núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og og enginn ágóði sé fyrir ríkið að halda þeim í sinni eigu.

Nefnir Haraldur að nokkur eftirspurn sé eftir þessum jörðum.

Sigríður óhrædd við útlendinga

Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrrasumar að ótti fólks við kaup útlendinga á jörðum hérlendis væri tilfinningalegs eðlis og óljóst væri hvað fólk óttaðist. Hún sagði að þó væri ástæða til að bregðast við slíkum áhyggjum, en eitt þyrfti yfir alla að ganga.

Sjá nánar: „Skiptir ekki máli hvort jarðeigendurnir eru Íslendingar eða útlendingar, eitt verður yfir alla að ganga“

Sjá einnig: Hræsnarinn Ratcliffe og jarðirnar hans á Íslandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“