fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Færri Íslendingar hyggjast ferðast erlendis í ár – Stuðningsfólk Miðflokksins ólíklegast til að ferðast

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. júlí 2019 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim fækkar sem hyggja á ferðalög erlendis í sumarfríinu sínu í ár samanborið við fyrri ár en þeim sem áætla ferðalög innanlands fjölgar lítillega. Þetta er kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 7. til 14. júní 2019.

Alls kváðust 38% landsmanna eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands, 40% kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan og 10% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumar.

Þegar litið er til breytinga yfir tíma má sjá að hlutfall þeirra sem sögðust einungis ætla að ferðast innanlands í ár (38%) reyndist það hæsta frá mælingum ársins 2014 (42%) en heildarhlutfall þeirra sem sögðust ætla að ferðast innanlands (78%) hefur ekki mælst hærra frá í júní 2014 (83%).

Þá fækkar þeim sem hyggja á ferðalög erlendis í (52%) frá mælingum síðasta árs (57%) en hlutfall þeirra hafði hækkað árlega frá mælingum ársins 2013 (35%). Þessi breyting kemur ekki á óvart í ljósi þess að flugkostum til og frá landinu hefur fækkað milli ára og er í takti við könnun MMR frá í apríl síðastliðnum þegar 17% þeirra sem tóku afstöðu svöruðu því til að þeir myndu fara sjaldnar til útlanda í kjölfar brotthvarfs WOW air.

Miðflokksfólk ólíklegast til ferðalaga

Nokkurn mun var að sjá á svörun eftir stjórnmálaskoðunum. Stuðningsfólk Viðreisnar (46%) og Sjálfstæðisflokksins (40%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumar en stuðningsfólk Framsóknar (21%) reyndist líklegast til að segjast eingöngu ætla að ferðast utanlands. Þá reyndist stuðningsfólk Vinstri-grænna (47%) og Pírata (47%) líklegast til að segjast bæði ætla að ferðast innanlands og utan í sumarfríinu en stuðningsfólk Miðflokksins (17%) reyndist líklegast allra til að segjast ekki ætla að ferðast neitt í sumar.

Landsbyggðarfólk líklegra til ferðalaga innanlands

Konur reyndust líklegri til að segjast eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu (40%) en karlar (36%). Karlar (13%) reyndust hins vegar líklegri heldur en konur (8%) til að segjast ekki ætla að ferðast í sumar.

Svarendur á aldrinum 30-49 ára (43%) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast eingöngu ætla að ferðast innanlands. Hlutfall þeirra sem kváðust eingöngu ætla að ferðast erlendis jókst með auknum aldri (19% þeirra 68 ára og eldri) en hlutfall þeirra sem kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan var hæst á meðal svarenda á aldrinum 18-29 ára (44%) og fór minnkandi með auknum aldri.

Þá reyndust íbúar landsbyggðarinnar (44%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (34%) til að segjast eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumar en svarendur af höfuðborgarsvæðinu reyndust líklegri til að segjast ætla að ferðast bæði innanlands og utan (45%) heldur en svarendur af landsbyggðinni (30%).

 

Eldri kannanir sama efnis:
Júní 2018: MMR könnun: Fleiri hyggjast ferðast bæði innan og utanlands
Júní 2017: MMR könnun: Aukin ferðalög Íslendinga í sumar
Júlí 2016: MMR könnun: Íslendingar ferðast í auknu mæli utanlands í sumarfríinu
Júlí 2015: MMR könnun: Færri sögðust ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu
Júní 2014: MMR könnun: 83% ætla að ferðast innanlands í sumar
Júní 2013: MMR könnun: Rúmur helmingur ætlar eingöngu að ferðast innanlands í sumarfríinu
Júní 2012: MMR könnun: Lítil breyting á ferðahögum Íslendinga í sumarfríinu
Júní 2011: MMR könnun: 38,4% ætla til útlanda í sumar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna