fbpx
Sunnudagur 01.desember 2024
Eyjan

Deilur um skiptingu bóta til Wikileaks – Sveinn Andri fær tugi milljóna

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 10:12

Lífeyrissjóðirnir sjá um að ávaxta fé launþega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunshine Press Productions ehf. og DataCell ehf. deila nú um skiptingu bóta upp á 1.2 milljarða króna sem fengust frá Valitor, vegna þess að lokað var á greiðslugátt félaganna árið 2011. Það varð til þess að framlög til Wikileaks frá einstaklingum og félögum víða um heim bárust ekki. Sunshine Press er íslenskt rekstrarfélag Wikileaks, en DataCell ætlaði að annast greiðslugáttina.

Samkvæmt heimildum DV kom upp ágreiningur milli félaganna um skiptingu bótanna um leið og niðurstaða málsins lá fyrir. Forsaga málsins er sú að DataCell lagði upphaflega til nokkra tugi milljóna til að standa staum af málarekstrinum. Þegar félagið gat ekki lagt meira til brá Wikileaks, í gegnum Sunshine Press, á það ráð að fá innlenda fjárfesta til að koma inn með fjármagn gegn ofurvöxtum. Heimildir DV herma að þannig hafi náðst í nokkur hundruð milljónir króna til viðbótar sem dugðu til að greiða málarekstur sem staðið hefur yfir í mörg ár. Heimildir DV herma að allt að 500 milljónir króna af því sem kom inn í formi bóta fari beint til þessara fjárfesta, sem hagnast mest á öllu saman. Sunshine Press fær síðan stærsta hluta þess sem stendur eftir af þeim 1,2 milljörðum króna sem Valitor greiðir.

Þetta hefur vakið upp spurningar um skattalega meðferð þeirra fjármuna sem Sunshine Press fær í sinn hlut. Félagið þarf væntanlega að greiða tekjuskatt af heildarupphæðinni, þrátt fyrir að innlendir fjárfestar taki drjúgan hluta til sín.

Viðskiptablaðið segist hafa heimildir fyrir því að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, sem rak málið fyrir Sunshine Press Productions og DataCell, fái allt að tíu prósent af heildarupphæðinni í sinn hlut. Það gætu verið allt að 120 milljónir króna.  Ekki náðist í Svein Andra við vinnslu fréttarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Eyjan
Í gær

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?

Leynivinaleikur leiðtoganna – Hver fékk hvað frá hverjum?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla