fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Um 30% borgarumferðar má rekja til leitar ökumanna að bílastæðum – Tillögur Reykjavíkurborgar eru að auka gjaldheimtu, líka á sunnudögum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 18:00

Frá Skólavörðustíg -Mynd Leggja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stýrihópur Reykjavíkurborgar um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum hefur kynnt tillögur sínar að úrbótum. Fékk stýrihópurinn það verkefni í fyrra að leggja fram ný viðmið um fjölda bíla- og hjólastæða fyrir skipulagsgerð og við útgáfu byggingarleyfa, verklag við fjölgun gjaldskyldusvæða í borginni, endurskoðun gjaldskrár og gjaldskyldutíma bílastæða, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu var ráðgjafi hópsins og kynnti tillögur hópsins sem var síðan vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Daði nefndi að 30% umferðar í borgum stafaði af leit ökumanna að bílastæðum og því sé brýnt að stýra bílastæðum með skilvirkum hætti.

„Markmið með stýringu bílastæða á borgarlandi er að bæta lífsgæði og skapa tækifæri fyrir fjölbreyttari noktun borgarlands, styðja við verslun og fyrirtæki og bæta aðgengi íbúa að bílastæðum nærri heimilum. Auk þess að draga úr umferðartöfum, mengun og auka öryggi. Meirihluti ráðsins telur að stýring og gjaldskylda bílastæða sé öflugasta verkfæri borga til að stýra landnotkun og tryggja sjálfbæra þróun lands sem er gríðarlega mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar og til að ná fram breyttum ferðavenjum,“

segir í frétt Reykjavíkurborgar.

Stöðumælagjald einnig á sunnudögum

Stýrihópurinn leggur meðal annars til að lengja gjaldskyldutímann og taka hann einnig upp á sunnudögum, sem hingað til hefur ekki verið raunin.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

  • Verð gjaldskyldra bílastæða stuðli að því að bílastæðanýting á borgarlandi sé um 85%, eða 1-2 laust bílastæði á skilgreindum götulegg/svæði.
  • Gjaldskyldutíminn sé lengdur og gjaldskylda tekin upp á sunnudögum þar sem þörf er á til að stýra bílastæðanýtingu með skilvirkari hætti en í dag eru fjölmargar verslanir, veitingastaðir og kaffihús opin í miðbænum á sunnudögum, ólíkt því sem áður var.
  • Gjaldskrá bílastæða verði breytt árlega byggt á gögnum sem safnað er reglulega.
  • Setja megi kvöð um hámarkstíma ökutækja í bílastæðum til að tryggja að bílastæði við verslanir og þjónustu séu fyrst og fremst nýtt af viðskiptavinum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?