Stýrihópur Reykjavíkurborgar um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum hefur kynnt tillögur sínar að úrbótum. Fékk stýrihópurinn það verkefni í fyrra að leggja fram ný viðmið um fjölda bíla- og hjólastæða fyrir skipulagsgerð og við útgáfu byggingarleyfa, verklag við fjölgun gjaldskyldusvæða í borginni, endurskoðun gjaldskrár og gjaldskyldutíma bílastæða, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.
Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu var ráðgjafi hópsins og kynnti tillögur hópsins sem var síðan vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Daði nefndi að 30% umferðar í borgum stafaði af leit ökumanna að bílastæðum og því sé brýnt að stýra bílastæðum með skilvirkum hætti.
„Markmið með stýringu bílastæða á borgarlandi er að bæta lífsgæði og skapa tækifæri fyrir fjölbreyttari noktun borgarlands, styðja við verslun og fyrirtæki og bæta aðgengi íbúa að bílastæðum nærri heimilum. Auk þess að draga úr umferðartöfum, mengun og auka öryggi. Meirihluti ráðsins telur að stýring og gjaldskylda bílastæða sé öflugasta verkfæri borga til að stýra landnotkun og tryggja sjálfbæra þróun lands sem er gríðarlega mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar og til að ná fram breyttum ferðavenjum,“
segir í frétt Reykjavíkurborgar.
Stýrihópurinn leggur meðal annars til að lengja gjaldskyldutímann og taka hann einnig upp á sunnudögum, sem hingað til hefur ekki verið raunin.
Tillögurnar eru eftirfarandi: