fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg: „Von bráðar geta borgarbúar ferðast um á rafmagnshjólum og rafmagnshlaupahjólum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru spennandi tímar í gangi hér í borginni þar sem fólk og fjölbreyttir fararmátar fá sífellt meira vægi. Frábært dæmi um það er sú göngugötuvæðing sem hafin er og svo það að von bráðar geta borgarbúar ferðast um á rafmagnshjólum og rafmagnshlaupahjólum sem þeir eiga ekki sjálfir heldur taka tímabundið á leigu,“

er haft eftir Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur formanni skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, á vef Reykjavíkurborgar, en mál tengd gangandi vegfarendum og vistvænum fararmátum voru áberandi á fundi skipulags- og samgönguráðs  Reykjavíkurborgar í gær.

Nefna má uppbyggingu hjólaskýla við HR og verklagsreglur um starfsemi hjólaleiga í borgarlandi.

Stöðvarlausar hjólaleigur

Mikil aukning hefur orðið á stöðvarlausum hjólum (hjólum, rafhlaupahjólum) í borgum nágrannalandanna og eru þau orðin þáttur í samgöngukerfi þeirra. Hjólin þykja handhægur ferðamáti sem flestir ráða við og eru sögð nýtast vel sem samgöngubót „síðasta spölinn“ heim og að heiman, á vef Reykjavíkurborgar:

„Tilgangur þessara verklagsreglna er að tryggja gagnsætt og opið verklag þegar þjónustuaðili óskar eftir að starfrækja stöðvalausa hjólaleigu með reiðhjólum, hlaupahjólum eða öðrum sambærilegum léttum farartækjum, án fastra hjólastöðva innan borgarlands Reykjavíkur,“

segir í fréttinni, en tillagan var samþykkt og vísað til borgarráðs.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“