fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Stefán svarar „óræðishjali“ Óla Björns um eldri borgara og lífeyrismál: „Alveg út í hött!“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu, svarar á Eyjubloggi sínu grein Óla Björns Kárasonar í Morgunblaðinu í dag, sem Eyjan fjallaði um.

Sjá nánar: Segir fjölgun eldri borgara á Íslandi vera tímasprengju:„Við sem þjóð höf­um ekki efni á því“

Stefán segir málflutning Óla Björns vera firru:

„Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar æsta grein í Morgunblaðið í dag um það sem hann kallar “tímasprengju” í lífeyrismálum (sjá hér). Þar leggur hann út af þeirri lýðfræðilegu staðreynd að hlutfall eldri borgara muni fara vaxandi á Íslandi á næstu áratugum – líkt og í öðrum nútímalegum samfélögum. Segir hann þjóðina ekki hafa efni á svo mikilli fjölgun eldri borgara. Fólk verði að vinna lengur til að vega á móti þessu. Að öðrum kosti verði að skerða lífskjör þeirra sem eru á vinnumarkaði – eða hækka skatta stórlega. Allt er þetta hin mesta firra. Þessar ályktanir Óla Björns eru ýmist á sandi byggðar eða alveg út í hött!“

Ellilífeyrisþegar framtíðarinnar borgi sinn lífeyri sjálfir

Stefán segir fjölgun eldri borgara ekkert sérstakt vandamál hér á landi, því þeir greiði nú þegar stærstan hluta lífeyris síns sjálfir, með söfnun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðunum. Þá muni á næstu áratugum sá skyldusparnaður sem sé í lífeyrissjóðunum, standa undir langstærstum hluta útgjalda þjóðarinnar til ellilífeyris:

„Eldri borgarar framtíðarinnar munu að mestu borga sjálfir sinn lífeyri. Það þarf engar skattahækkanir vegna fjölgunar eldri borgara. Því síður þarf að skerða kjör vinnandi fólks vegna þessa. Þetta tal þingmannsins um tímasprengju í opinberum útgjöldum er því alveg út í hött. Það getur einungis átt við um samfélög þar sem lífeyrir er að mestu fjármagnaður með gegnumstreymiskerfi sem byggir á skattlagningu samtímatekna og þar sem starfsævin er almennt mun styttri en hér á landi. Öldrunarvandi er nefnilega miklu minna mál á Íslandi en annars staðar. Sjóðasöfnun lífeyrissjóðakerfisins leysir þann vanda að mestu leyti.“

Byrði ríkisins minnst á Íslandi meðal OECD-ríkjanna

Stefán segir að ‚oli Björn þurfi að huga að öðru í þessu sambandi, en það sé óeðlilega lítið framlag hins opinbera til greiðslu ellilífeyris í gegnum almannatryggingakerfið:

„Hvergi í OECD-ríkjunum ber ríkið minni byrðar vegna ellilífeyrismála en á Íslandi. Ástæðan er óhóflegar skerðingar í almannatryggingakerfinu vegna greiðslna lífeyris úr lífeyrissjóðum. Þegar lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna hækka (vegna aukinna réttinda nýrra lífeyrisþega) þá lækkar framlag almannatrygginga, líka til lágtekjufólks. Sú skerðing er alltof mikil (sjá t.d. hér).“

Stefán segir þetta stóra ástæðu þess að lífskjör núverandi lífeyrisþega séu ófullnægjandi, því óhóflegar skerðingar almannatryggingakerfisins leiði til þess að útgjöld ríkisins til ellilífeyrisgreiðslna séu jafn lág og raun ber vitni:

Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun eldri borgara á síðustu tveimur áratugum þá hefur byrði ríkisins af slíkum útgjöldum ekki aukist að neinu ráði. Allt tal um mikla byrði ríkisins af framfærslu eldri borgara í dag og hræðsluáróður um mikla aukningu slíkrar byrði á næstu áratugum er því út í hött. Íslendingar vinna lengur fram eftir aldri en aðrar þjóðir – svo um munar. Ellilífeyrisþegar borga þegar stærstan hluta eigin ellilífeyris sjálfir og munu gera það í enn ríkari mæli á næstu áratugum.“

Nýfrjálshyggjuórar eða leiftursókn gegn lífskjörum?

Stefán veltir loks vöngum yfir því hverju Óla Birni gangi til með málflutningi sínum:

„Spyrja má hvað þingmanninum gengur til með svo villandi málflutningi? Óli Björn Kárason er þekktur sem talsmaður nýfrjálshyggju í Sjálfstæðisflokknum. Er þetta hluti af einhvers konar herferð til að skerða kjör lífeyrisþega eða launafólks, líkt og einkennt hefur hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar á liðnum áratugum? Kannski eldri borgarar í Sjálfstæðisflokknum ættu að lesa Óla Birni pistilinn og koma honum á réttara ról?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”