fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Segir fjölgun eldri borgara á Íslandi vera tímasprengju: „Við sem þjóð höf­um ekki efni á því“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 10:04

Óli Björn Kárason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vekur athygli á breyttri lýðfræðilegri samsetningu íslensku þjóðarinnar í nánustu framtíð í Morgunblaðinu í dag og þann vanda og kostnað sem því fylgir.

Hann segir lífslíkur Íslendinga fara stöðugt hækkandi, en meðalævilengd karla hefur hækkað um cirka níu ár á síðustu 40 árum, í 80.6 ár árið 2017. Konur hafa farið úr 73.5 árum árið 1971 í 83,9 ár á sama tíma.

Árið 2040 mun hlutfall fólks eldra en 67 ára hækka úr 12% í 19% og verða alls um 76 þúsund talsins. Árið 2060 verður hlutfallið 22% og fjöldinn 97 þúsund og árið 2066 verða þeir 114 þúsund.

„Þess er ekki langt að bíða að eldri borg­ar­ar utan vinnu­markaðar verði fleiri en þeir sem eru und­ir tví­tugu. Að óbreyttu verða æ fleiri utan vinnu­markaðar. Við sem þjóð höf­um ekki efni á því – jafn­vel þótt líf­eyri­s­kerfið standi sterk­ar hér en í flest­um öðrum lönd­um,“

segir Óli Björn, en nefnir að fleiri þjóðir horfi fram á mikinn vanda við að fjármagna svimandi háar lífeyrisskuldbindingar og hækkandi útgjöld vegna heilbrigðismála vegna hækkandi aldurs:

„Sú hætta er raun­veru­leg – ekki síst í mörg­um lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins – að rof mynd­ist milli kyn­slóða. Átök verði á milli yngri og eldri. Líf­eyr­is­skuld­bind­ing­arn­ar eru svo þung­ar að við þær verður ekki staðið án þess að skerða lífs­kjör þeirra sem eru á vinnu­markaði (t.d. með stöðugt hærri skött­um) eða lækka veru­lega líf­eyr­is­greiðslur eldri borg­ara. Ég hef líkt þess­ari stöðu við tímasprengju.“

Lífeyrisgreiðslur í uppnámi ?

Óli Björn segir að sterk staða íslensku lífeyrissjóðanna gefi landsmönnum tækifæri til að forðast að „gjá milli kynslóða“ myndist hér á landi. En hinsvegar:

„…þá verðum við að horf­ast í aug­um við áskor­an­ir og tak­ast á við þær. Í heild er trygg­inga­fræðileg staða sjóðanna nei­kvæð – skuld­bind­ing­ar eru um­fram eign­ir – og þar ræður mestu að líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga eru ekki að fullu fjár­magnaðar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um FME nam út­greidd­ur líf­eyr­ir sam­trygg­ing­ar­deilda líf­eyr­is­sjóðanna á síðasta ári 136 millj­örðum og jókst um 11 millj­arða eða 8,8%. Ljóst er að líf­eyr­isþegum fjölg­ar hratt á næstu árum og rétt­indi þeirra verða að jafnaði meiri en þeirra sem nú eru á líf­eyri. Útgreidd­ur líf­eyr­ir mun því aukast veru­lega um leið og það dreg­ur úr aukn­ingu iðgjalda. Á móti þessu kem­ur að þeim sem treysta á al­manna­trygg­ing­ar mun fækka á kom­andi ára­tug­um. Al­menna líf­eyr­is­sjóðakerfið tek­ur við.“

Samvinna við uppstokkun

Óli Björn nefnir að stokka þurfi upp spilin, hækka þurfi eftirlaunaaldurinn í 70 ár í skrefum á næstu 10-12 árum og síðan í takt við hækkun lífaldurs. Þá þurfi að afnema þurfi hámarksaldur opinberra starfsmanna:

„Hægt er að orða þetta með ein­föld­um hætti: Lengja verður starfsævi allra Íslend­inga í takt við hærri líf­ald­ur. Og til að standa und­ir bætt­um lífs­kjör­um verður einnig að auka fram­leiðni vinnu­afls og fjár­magns. Fram­leiðni vinnu­afls og fjár­magns verður ekki auk­in með hærri skött­um, ólíkt því sem marg­ir stjórn­mála­menn halda,“

segir Óli Björn og nefnir að samvinnu kynslóðanna þurfi til, sem og hugarfarsbreytingu:

„Ungt fólk verður að virða rétt þeirra eldri til að taka virk­an þátt í vinnu­markaðinum og skynja þau verðmæti sem fólg­in eru í reynslu og þekk­ingu. Að sama skapi verða þeir eldri að gefa yngra fólki svig­rúm, vera opn­ir fyr­ir nýj­um hug­mynd­um og aðferðum. Hug­ar­fars­breyt­ing­in felst í auk­inni sam­vinnu milli kyn­slóða. Margt eldra fólk sem er í fullu fjöri – hef­ur löng­un og styrk til að halda áfram á vinnu­markaði. Það er efna­hags­leg firra að koma í veg fyr­ir að það haldi áfram að vinna, hvort held­ur er í fullu starfi eða hluta.“

Annarskonar áhyggjur

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands er máske tilefni til að hafa annarskonar áhyggjur af breyttri samsetningu landans á næstu áratugum. Frjósemi Íslenskra kvenna minnkar með hverju árinu og mælist undir þeim viðmiðum sem talið er að þurfi til að viðhalda þjóðinni.

Óli Björn segir það vondar fréttir:

„Vondu frétt­irn­ar eru þær að frjó­semi held­ur áfram að minnka. Árið 2018 var frjó­semi ís­lenskra kvenna 1,7 börn á ævi hverr­ar konu og hef­ur hún aldrei verið minni frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 1853, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Hag­stof­unn­ar. Árið 1971 eignaðist hver kona að meðaltali 2,9 börn, árið 1960 um 4,3 börn. Líkt og bent er á í frétt Hag­stof­unn­ar í apríl síðastliðnum er miðað við að frjó­semi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mann­fjöld­an­um til lengri tíma litið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”