fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Ólöf reið út í Lilju: „Kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk ráðuneyti og stofnanir keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum fyrir tæpar 20 milljónir milli áranna 2015 og 2018. Í sumum tilfellum tífölduðust útgjöldin á tímabilinu, samkvæmt svari Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hún segir jafnframt í svari sínu að upphæðin raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla, líkt og kveðið er á um í nýju fjölmiðlafrumvarpi.

Skilningsleysið algert

Ólöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, er harðorð í garð Lilju vegna þessa í leiðara dagsins og segir skilningsleysi Lilju og úrræðaleysi stjórnmálamanna í garð einkarekinna fjölmiðla vera algert, en Lilja hyggst skipta um 350 milljónum á milli  einkarekinna fjölmiðla með frumvarpi sínu, gegn ákveðnum skilyrðum. Í frumvarpinu er tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla, sem sé sjálfstætt vandamál:

„Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik,“

segir Ólöf og bætir við:

„Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu.“

Draumsýn Lilju auglýst á Facebook

Ólöf segir hlut RÚV allt of stóran og ekkert lagist með nokkrum milljónum:

„Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”