fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Viðar Guðjohnsen mærir Davíð Oddsson: Þeir sem vega að honum vega að sál Sjálfstæðisflokksins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem vega að Davíð Oddssyni vega að sál og sögu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er inntakið í nýrri grein sem Viðar Guðjohnsen skrifar í Morgunblaðið í dag. Viðar er lyfjafræðingur sem hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og faðir hans og alnafni er þekktur frambjóðandi hjá flokknum sem hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina fyrir óvenjuleg ummæli. Davíð Oddsson var fyrr á tíð langvinsælasti stjórnmálamaður landsins. Hann á sér enn marga fylgismenn en hefur orðið umdeildari með árunum í hlutverki ritstjóra Morgunblaðsins. Langt er síðan jafn lofsamleg skrif hafa birst opinberlega um Davíð.

Fyrsta minning Viðars um foringjann Davíð Oddsson er frá því hann var sex ára en hann segir í upphafi greinar sinnar:

„Þegar ég var eitthvað um sex ára gamall vann Davíð Oddsson borgina með 60% fylgi. Það var gjöf Davíðs til Sjálfstæðisflokksins í tilefni þess að 60 ár voru liðin
frá stofnun hans. Í kjölfarið varð Davíð farsæll formaður og árvökull forsætisráðherra.“

Næsta minning sem Viðar tilgreinir í grein sinni er frá því skömmu eftir aldamótin síðustu:

„Mér er minnisstætt þegar Davíð mótmælti óhófi bankamanna í verki með því að taka sparifé sitt út úr Kaupþing Búnaðarbanka og vitna í vísu um iðrun Júdasar. Davíð
var í kjölfarið sakaður um að leggja bankamenn „í einelti“ á forsíðu Fréttablaðsins. Þetta var árið 2003.“

Viðar segir einnig að Davíð hafi staðið sig vel í starfi Seðlabankastjóra og viðvaranir hans fyrir hrun um hvert í stefndi hafi reynst réttar, en Davíð varaði við hringamyndun í viðskiptalífinu, hafi reynst réttar. Viðar gefur Davíð þessa einkunn sem forsætisráðherra:

„Sem forsætisráðherra var Davíð forsjáll, árvökull og óhræddur við að gera það sem rétt var og segja það sem þurfti að segja. Það var og er líklega hans mesti styrkur. Stefna Davíðs var að gefa borgurunum sínum frelsi. Skoðun Davíðs var þó alltaf sú að frelsi eins má ekki verða annars böl.“

Einnig kemur fram í greininni að  Viðar hafi viljað fá Davíð sem forseta lýðveldisins en eins og flestir vita vantaði þar töluvert upp á sigur Davíðs er Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forsetið vorið 2016. Viðar lýkur grein sinni á þessum hlýlegu orðum í garð ritstjóra Morgunblaðsins:

„Ég tók líka eftir því að hjarta Sjálfstæðisflokksins sló og slær enn í takt með Davíð Oddssyni. Menn mættu hafa það í huga að þegar menn vega að Davíð Oddssyni vega menn á sama tíma að sál og sögu flokksins. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi