fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sakar Hval hf. um lygar: „Skortur á veiðileyfi er því hin sanna grunnástæða“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir þess efnis að leyfi til langreyðaveiða hafi borist of seint og því hafi ekki verið ráðist í veiðarnar í sumar hjá Hval hf., eru falsfréttir, samkvæmt tilkynningu frá Ole Anton Bieltvedt, formanni Jarðarvina.

Ole birtir staðfestingu á því að sjávarútvegsráðuneytið hafi ekki veitt Hval hf. nýtt leyfi til veiða á langreyði:

„Hér í viðhengi er tölvupóstur frá Ástu Einarsdóttur, lögfræðingi sjávarútvegsráðuneytisins, dagsettur sl. föstudag, sem staðfestir, að sjávarútvegsráðherra hefur ekki veitt Hval hf neitt nýtt leyfi til langreyðaveiða, þrátt fyrir það, að hann hafi gefið út reglugerð um langreyðaveiðar 19. febrúar sl., sem hefði getað leitt til slíkar leyfisveitingar.“

Ásta staðfestir að nýtt leyfi til langreyðaveiða hafi ekki verið gefið út.

Hin sanna ástæða

„Skortur á veiðileyfi er því hin sanna grunnástæða fyrir því, að Hvalur hf getur ekki farið á langreyðaveiðar í sumar. Falsfréttir um þessi mál hafa verið í gangi um nokkurra vikna skeið, en þær byrjuðu á því, að Stöð 2 átti viðtal við skipstjórann á Hval 9, þann 4. júní sl., þar sem skipstjórinn skýrði frá því, að leyfi til langreyðaveiða hefði komið of seint, „í lok febrúar“, eins og hann sagði, og því hefði undirbúningstími fyrir veiðar í sumar verið of skammur. Yrði því ekki af veiðum. Þetta var auðvitað rangt. Það lá aldrei neitt leyfi fyrir,“

segir Ole og nefnir að Hvalur hf. hafi síðar breytt skýringu sinni, yfir í að markaður fyrir langreyðarkjöt hefði reynst erfiður og þess vegna hafi verið hætt við veiðarnar.

„Erfiður markaður kann að vera til staðar, en það er þó ekki skýringin; Hvalur hf hefði heldur ekki getað veitt, þó markaður hefði verið góður, því veiðileyfi skorti og skortir.“

Skaðar orðspor Íslands

Ole nefnir að fréttaflutningur af hvalveiðum verði að vera réttur og nákvæmur:

 

„Í liðinni viku var frétt á ARD, helztu sjónvarpsstöð Þýzkalands, sem byggði á þeim falsfréttum, sem í gangi hafi verið á Íslandi; var þar skýrt frá því í aðalfréttatíma, kl. 20:00, að langreyðaveiðar verði ekki stundaðar á Íslandi í sumar, þar sem leyfi hafi komið of seint og markaðir fyrir hvalkjöt séu erfiðir, stefna íslenzkra stjórnvalda í hvalveiðimálum sé óbreytt. Var þetta röng frétt og slæm fyrir Ísland, og þeim til lítils sóma, sem settu hana af stað og bera ábyrgð á henni. Það er brýnt, að leiðrétta þessar falsfréttir snarlega og greinilega; það fara engar langreyðaveiðar fram í ár fyrst og fremst vegna þess, að sjávarútvegsráðherra, forsætisráðherra og ríkistjórnin veittu ekkert leyfi til slíkra veiða. Stjórnvöld eiga heiður skilinn fyrir, að taka af skarið í málinu með þessum hætti. Með þessu hafa Íslendingar tekið stórt skref fram á við í dýra-, náttúru- og umhverfisvernd og stórbætt ásýnd sína og ímynd í hinum stóra heimi.“

Aldrei arðbærar

„Það er brýnt, að nákvæmar og réttar ástæður fyrir niðurfalli langreyðaveiða við Ísland komi fram,“ segir Ole og gefur upp eftirfarandi ástæður:

  1. Sjávarútvegsráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórn eiga rétt á því, að um þetta viðkvæma og mikilvæga mál sé fjallað á nákvæman og réttan hátt, eftir að þessir aðilar höfðu sætt mikilli og harðri gagnrýni fyrir setningu reglugerðarinnar í febrúar, bæði hérlendis og víða um heim.
  2. Skv. nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins, er yfirgnæfandi fjöldiungra Íslendinga, 87% af þeim, sem afstöðu tóku á aldrinum 18-24 ára,  og meira en helmingur landsmanna, á móti hvalveiðum. Allt þetta fólk á rétt á því að vita, að þegar á reyndi og til kom, veittu stjórnvöld ekki nýtt leyfi til langreyðaveiða.
  1. Í júlí í fyrra mótmælti 41 þjóð, þar á meðal allar okkar helztu vina- og viðskiptaþjóðir, áframhaldandi langreyðaveiðum við Ísland. Allar þessar þjóðir, svo og allir aðrir – ekki sízt unga fólkið víða um heim, sem lætur nú í vaxandi mæli til sín heyra og að sér kveða um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, eiga líka rétt á því, að fá að vita hið sanna í málinu.
  2. Útflutningsatvinnuvegir landsins, sem hafa í mörgum tilvikum átt undir högg að sækja á erlendum mörkuðum, líka í ferðaþjónustu, vegna hvalveiða Íslendinga, eiga ennfremur rétt á, að sannleikurinn um niðurfall hvalveiða komi skýrt fram.
  3. Í þágu allra landsmanna, ímyndar landsins og orðspors þess, í þágu merkisins Íslands, er líka nauðsynlegt og brýnt, að það komi greinilega fram, að ráðamenn landsins hafi horfið frá frekari leyfisveitingum til langreyðaveiða.

Varðandi endanlega stöðvun hrefnuveiða, þá er rétt ástæða sú, að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá sjávarútvegsráðherra, útvíkkaði griðasvæði hrefna á Faxaflóa í þeim mæli, áður en hún lét af embætti 2017, að hrefnuveiðar eru ekki lengur arðbærar. Reyndar virðast þær aldrei hafa verið það; alla vega ekki miðað við skattframtöl útgerðarfyrirtækjanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?