fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg telur „gourmet“ pylsur frá Michelinstjörnukokki óheppilegar fyrir sundlaugagesti – „Sorglegt að þetta hafi ekki náð í gegn“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 15:44

Mynd af ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í síðustu viku var tekin fyrir umsókn um aðstöðu fyrir pylsuvagn við Sundhöll Reykjavíkur. Víða tíðkast veitingasala við sundlaugar, ekki síst á pylsum, og má nefna Laugardalslaug og Vesturbæjarlaug sem dæmi, en ráðið virðist telja það óheppilegt samt sem áður:

„Ráðið telur ekki heppilegt að hafa pulsuvagn við Sundhöllina. Við bendum á að í nágrenninu eru allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“

Engar sérstakar ástæður eru nefndar fyrir þessari ákvörðun ráðsins.

Eftirspurn að skyndibita

Magnús Már Kristinsson er einn þeirra sem standa að baki umsókninni um pylsuvagninn. Hann sagði við Eyjuna að hugmyndin hafi kviknað þegar hann vann í Sundhöllinni í fyrra og sundgestir, ekki síst ferðamenn, voru að spyrja hvort ekki væri hægt að ná sér í fljótlegan matarbita í nágrenninu:

„Það er greinilega þörf á slíkri veitingasölu á þessu svæði og því finnst mér sorglegt að þetta hafi ekki náð í gegn. Það er bent á í ákvörðun ráðsins að í nágrenninu sé veitinga- og skyndibitastaðir, en staðreyndin er sú að þeir eru ekki þess eðlis sem við höfum í hyggju og ekki það sem fólk er að leita eftir í kjölfar sundferðar, það vill geta fengið sér skyndibita og drifið sig heim, en enginn slíkur staður er í næsta nágrenni við Sundhöllina.“

Ekki hefðbundinn pylsuvagn

„Við erum í samstarfi við Ragnar Eiríksson, fyrrverandi yfirkokk á Dill, sem fékk Michelinstjörnu á sínum tíma, því við ætlum að hafa þetta svona ´gourmet´pylsur, sem eru stærri en þessar hefðbundnu íslensku pylsur, þær yrðu sérgerðar fyrir okkur og með sérbökuðu brauði,“

segir Magnús sem ætlar að kalla eftir rökstuðningi og skýringum frá Reykjavíkurborg vegna synjunarinnar, þar sem þarna hafi áður verið pulsuvagn á sama stað, sem og að fordæmi séu fyrir pylsuvögnum við aðrar sundlaugar Reykjavíkurborgar.

Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson, formann Menningar,- íþrótta – og tómstundarráðs, né Pawel Bartoszek, fyrrverandi formann ráðsins, við vinnslu fréttarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni