fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Meirihluti landsmanna vill fleiri eftirlitsmyndavélar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 07:55

Er þetta yfirvarp til að auka eftirlit með okkur? Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 70% landsmanna eru hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla á landinu. 30% eru mjög hlynntir slíkri fjölgun og 36% frekar hlynnt. Af þeim sem tóku afstöðu eru 12% andvígir slíkri fjölgun og þar af eru tæplega 5% mjög andvíg.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er vísað í niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku.

Fram kemur að lögregluembættin og Neyðarlínan hafi starfað með sveitarfélögum víða um land á undanförnum árum um fjölgun eftirlitsmyndavéla.

„Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun.“

Er haft eftir Kristni J. Ólafssyni, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi, vill frekari umræðu um umfang eftirlits af þessu tagi:

„Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti.“

Er haft eftir henni í Fréttablaðinu og benti hún jafnframt á að örar tæknibreytingar verði til þess að sífellt vakni ný álitamál um rafrænt eftirlit.

Miðað við könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntun og tekjum. Aldur hefur hins vegar sitt að segja en eftir því sem fólk er eldra er það hlynntara fjölgun eftirlitsmyndavéla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum