fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Skuldugur Framsóknarflokkur setur höfuðstöðvar sínar á sölu – Fasteignamatið 145 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. júlí 2019 16:28

Fasteignin við Hverfisgötu 33. Mynd-Fasteignavefur Vísis/Heimili fasteignir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efri hæðin á Hverfisgötu 33 hefur verið auglýst til sölu, en þar hefur Framsóknarflokkurinn verið með skrifstofur sínar frá árinu 1998, en það er Skúlagarður ehf., sem er í meirihlutaeigu flokksins, sem skráður er eigandi húsnæðisins. Eignarhaldsfélagið Ker afsalaði sér eigninni til flokksins 1998.

Húsið var áður í eigu Olíufélagsins hf. (Esso), sem breyttist í Ker og síðar varð að N1. Var húsnæðið einnig notað sem kosningaskrifstofa stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996 í forsetakosningunum það ár. Framsóknarflokkurinn var áður til húsa að Hafnarstræti 20.

RÚV hefur eftir Helga Hauki Haukssyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, að ástæðan fyrir sölunni séu breyttar rekstrarforsendur, en hæðin er 465 fermetrar, meðan aðeins séu 2-3 starfsmenn á snærum flokksins. Því sé það allt of stórt:

„Fjármunum er betur varið með að vera í minna húsnæði,“

segir Helgi og þvertekur fyrir að gripið sé til þessa ráðs vegna slæmrar fjárhagsstöðu, það sé einungis verið að aðlaga sig breyttum aðstæðum.

Skuldar 242 milljónir

Rekstrarstaða Framsóknarflokksins fyrir 2017 var nokkuð slæm, eigið fé var neikvætt um tæpar 60 milljónir og tapaði flokkurinn 39 milljónum króna. Nema skuldir flokksins 242 milljónum króna.

Hluthafar í Skúlagarði voru á fjórða hundrað samkvæmt ársreikningi 2016, en Fréttablaðið vakti athygli á því að stór hluti skráðra eigenda voru látnir. Þar af voru fimm af níu stærstu hluthöfunum látnir og voru dæmi um að einstaklingur sem lést árið 1993 væri enn skráður fyrir hlut í félaginu.

Húsið var byggt árið 1965, er alls um þúsund fermetrar og skiptist í tvær fasteignir. Önnur er í eigu Skúlagarðs og hin er í einkaeigu, en Miami bar er þar skráður til húsa einnig. Helgi segir að Skúlagarður hafi sett húsið á sölu á sama tíma og hinir eignaraðilarnir.

Fasteignamatið er tæpar 145 milljónir króna, en óskað er eftir tilboðum í eignina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna