fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Stuðningsfólk Miðflokksins ólíklegast til að taka tillit til umhverfisins með breytingum á hegðun sinni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. júní 2019 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar virðast nokkuð meðvitaðir um áhrif sín á umhverfið en 64% landsmanna segjast hafa breytt hegðun sinni mikið eða nokkuð síðastliðna 12 mánuði til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslagsbreytingar. Spurningarnar eru hluti af umhverfiskönnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. – 29. maí 2019.

Miðflokksfólk gerir minnstar breytingar

Nokkur munur var á svörum eftir stjórnmálaskoðunum. Af stuðningsfólki Miðflokksins kvaðst 54% ekki hafa gert neinar, eða litlar breytingar á hegðun sinni.

Af stuðningsfólki Samfylkingarinnar kváðust 85% hafa gert miklar eða nokkrar breytingar á hegðun sinni og 79% stuðningsfólks Vinstri grænna.

Alls 51% stuðningsfólks Framsóknar og 39% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins gerði litlar eða engar breytingar.

Helst þetta nokkurnveginn í hendur við áhyggjurnar af hlýnun jarðar, en minnstar áhyggjur hafa stuðningsmenn Miðflokksins.

Sjá einnig: Alls 68 prósent Íslendinga með miklar áhyggjur af hlýnun jarðar – Stuðningsfólk Miðflokksins hefur minnstar áhyggjur

Konur reyndust líklegri en karlar til að hafa gert breytingar á hegðun sinni síðastliðna 12 mánuði til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslagsbreytingar. Af konum kváðust 75% hafa gert miklar eða nokkrar breytingar á hegðun sinni, samanborið við 53% karla. Karlar (17%) voru jafnframt talsvert líklegri en konur (7%) til að hafa ekki gert neinar breytingar á hegðun sinni. Fólk á aldrinum 18-29 ára (19%) reyndist hvað líklegast til að hafa gert miklar breytingar á hegðun sinni en með auknum aldri fór hlutfalli þeirra stiglækkandi sem höfðu gert miklar breytingar á hegðun sinni.

Nokkur munur var á svörum eftir búsetu og voru íbúar höfuðborgarsvæðisins líklegri til að hafa gert miklar eða nokkrar breytingar á hegðun sinni (67%) heldur en íbúar af landsbyggðinni (58%). Af þeim búsett á landsbyggðinni kváðust 15% ekki hafa gert neinar breytingar á hegðun sinni, samanborið við 10% höfuðborgarbúa.

Í sömu könnun athugaði MMR hversu miklar eða litlar áhyggjur landsmenn hefðu af hlýnun jarðar. Þeir sem höfðu miklar áhyggjur af hlýnun jarðar reyndust talsvert líklegri en þeir sem höfðu litlar áhyggjur til að hafa gert breytingar á hegðun sinni til að lágmarka áhrif sín á umhverfið og loftslagsbreytingar. Af þeim sem höfðu mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar kváðust 25% hafa gert miklar breytingar á hegðun sinni og 57% nokkrar breytingar. Af þeim sem höfðu mjög litlar áhyggjur af hlýnun jarðar höfðu aftur á móti einungis 3% gert miklar breytingar á hegðun sinni en 58% höfðu ekki gert neinar breytingar.

Niðurstöðurnar fylgja í kjölfar umfjöllunar um áhyggjur landsmanna af hlýnun jarðar en umfjöllun um umhverfiskönnun MMR heldur áfram á næstu dögum. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar kváðust 14% hafa gert miklar breytingar á hegðun sinni, 50% höfðu gert nokkrar breytingar á hegðun sinni og 25% litlar breytingar. Þá kváðust 12% ekki hafa gert neinar breytingar á hegðun sinni til að lágmarka áhrif á umhverfið og loftslagsbreytingar.

Þegar spurt var um sértækar breytingar á hegðun kom í ljós að Íslendingar eru meðvitaðir um flokkun sorps og kváðust heil 86% hafa síðastliðna 12 mánuði gert miklar eða nokkrar breytingar á flokkun sorps hjá sér. Þá kváðust 62% hafa gert miklar eða nokkrar breytingar á kauphegðun sinni. Landsmenn virðast þó nokkuð tregari til að gera breytingar á matar- og ferðavenjum en 60% höfðu gert litlar eða engar breytingar á matarvenjum sínum og 69% á ferðavenjum sínum.

Sjá einnig: Alls 68 prósent Íslendinga með miklar áhyggjur af hlýnun jarðar – Stuðningsfólk Miðflokksins hefur minnstar áhyggjur

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 932 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 23. maí til 29. maí 2019

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK