fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Sjö umsækjendur um starf seðlabankastjóra andmæla mati hæfisnefndar – Fengu ekki að láta ljós sitt skína

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. júní 2019 09:01

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem ekki voru metnir mjög vel hæfir til að gegna starfi seðlabankastjóra, hafa andmælt matsferlinu og telja verulega vankanta á málsmeðferð hæfisnefndarinnar. Bera þeir við að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda, ekki sinnt rannsóknarskyldu í skilningi stjórnsýslulaga og ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Fréttblaðið greinir frá.

Þá furða umsækjendur sig einnig á því að ekki séu teknar til greina í ráðningarferlinu þær miklu breytingar sem verða á starfsemi Seðlabankans við sameiningunni við Fjármálaeftirlitið, sem sé verulegur ágalli þar sem eðli starfs seðlabankastjóra mun breytast og krefjast meiri stjórnunarhæfileika en áður. Því sé spurning hvort hægt sé að taka mark á hæfnismatinu.

Ferlið

Tólf voru boðaðir í viðtal af hæfisnefndinni í fyrstu umferð. Þau Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon, Jón Daníelsson og Katrín Ólafsdóttir voru í kjölfarið boðuð í aðra umferð viðtala, þar sem komið var inn á stjórnunarhæfileika, stjórnunarstíl og umfang mannaforráða, en þau atriðið voru nánast ekkert rædd í fyrstu umferð.

Þar af leiðandi töldu þeir sem ekki voru boðaðir í seinni umferðina að jafnræðisreglan hafi verið brotin, þar sem þeim gafst ekki kostur á að ræða um stjórnunarhæfileika sína fyrir nefndinni og því hafi nefndin ekki fengið heildstæðan samanburð á umsækjendum.

Hæfisnefndin mat fjóra karla mjög vel hæfa til að gegna starfi seðlabankastjóra, en það eru þeir Arnór Sighvatsson, Ásgeir Jónsson, Gylfi Magnússon og Jón Daníelsson.

Þá taldi hún þau Gunnar Haraldsson, Gylfa Arnbjörnsson, Katrínu Ólafsdóttur, Sturlu Pálsson og Sigurð Hannesson vel hæf til að vera seðlabankastjórar.

Þeir sem töldust hæfir voru Ásgeir Brynjar Torfason, Jón Gunnar Jónsson og Vilhjálmur Bjarnason.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun skipa nýjan seðlabankastjóra í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?