fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Lögmanni blöskrar: „Ótrúlegt hvað hið opinbera getur verið óbilgjarnt í garð skuldara“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. júní 2019 11:19

Sævar Þór Jónsson. Mynd-Youtube/HR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson, lögmaður, skrifar í færslu á Facebook um það ferli sem skuldarar þurfa að ganga í gegnum í samskiptum sínum við hið opinbera, en sjálfur hefur hann áralanga reynslu af því að semja við kröfuhafa og þekkir því vel til. Segir hann að viðmót og aðferðarfræði hins opinbera leiði til milljarðataps fyrir ríkissjóð, í stað þess að tileinka sér aðferðir þær sem viðgangist í einkageiranum.

Sökum himinháa vaxta og viðmóts innheimtumanna geti skuldarar ekki haldið í við afborganir sínar:

„Í mörgum tilvikum er hægt að semja um skuldauppgjör og afskriftir með samningum við kröfuhafa sem teljast til einkaaðila en þegar kemur að hinu opinbera þá eru samningaviðræður mjög erfiðar. Það er oft hreint ótrúlegt hvað hið opinbera getur verið óbilgjarnt í garð skuldara. Það sætir oft furðu hve innheimtumaður hins opinbera vinnur eftir ströngum viðmiðum þegar kemur að því að semja um opinberar kröfur eins og skattaskuldir. Oftar en ekki eru viðmiðin þannig úr garði gerð að ekkert svigrúm er til staðar til þess að vinda ofan af vanda þeirra sem skulda opinber gjöld. Gerðir eru að hámarki 6 mánaða samningar í senn þar sem skuldarinn þarf að borga himinháa vexti sem hlaðast á höfuðstólinn. Oftar en ekki gerir þetta skuldaranum ómögulegt að halda í við afborganir.“

Strandar á stífninni

Sævar segir afstöðu hins opinbera að vissu leyti skiljanlega, þar sem standa beri skil á greiðslu skatta. Hinsvegar sé þar ekki öll sagan sögð, því stífnin skili minna í kassann en ella:

„Staðreyndin er sú að þegar búið er að semja við kröfuhafa þá strandar málið oftar en ekki á hinu opinbera. Stífni hins opinbera í að semja við skuldara um opinber gjöld er í reynd ekki að skila neinu til hins opinbera þegar upp er staðið. Okurvaxtastefna hins opinbera, ef svo má að orði komast, er heldur ekki að hjálpa þeim sem eru í vanskilum. Oftar en ekki enda þessi fyrirtæki og einstaklingar í gjaldþroti og þá er nánast öruggt að krafa hins opinbera með áföllnum okurvöxtum og kostnaði fæst aldrei greidd. Þarf því ríkissjóður að afskrifa milljarða á hverju ári vegna vangreiddra opinberra gjalda.“

Þarf meira svigrúm

Sævar segir að hægt sé að takmarka tap hins opinbera ef boðið sé upp á meira svigrúm í samningaviðræðum, líkt og þekkist hjá einkaaðilum:

„Það er undirrituðum algjörlega óskiljanlegt hvers vegna hið opinbera búi ekki til meira svigrúm í samningum um skil á ógreiddum opinberum gjöldum líkt og einkaaðilar gera og um leið að takmarka tap hins opinbera að þessu leyti. Þá er ótalinn kostnaðurinn sem fylgir því að leiða stjórnarmenn gjaldþrota fyrirtækis í gegnum réttarvörslukerfið vegna vangoldinna skatta sem á endanum eykur kostnað hins opinbera enn frekar. Í reynd er sú úrvinnsla innan rekstrarvörslukerfisins galin og hafa nýlegir dómar hjá Mannréttardómsstól Evrópu staðfest það.

Við búum í smáu samfélagi og við eigum að búa okkur til kerfi sem er ekki þannig úr garði gert að það hamli framsækni og skilvirkni þeirra sem vilja skapa og búa til rekstur sem nýtist samfélaginu. Það þarf að vera til kerfi sem getur líka aðlagað sig að breyttum aðstæðum. Væri ekki nær að hið opinbera fikraði sig nær raunveruleikanum og endurskoði kerfið í þeirri mynd sem það er í dag?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi