fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Eyjan

Íþróttamannvirki Fram í Úlfarsársdal boðin út – Kostnaður rúmir 4.6 milljarðar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. júní 2019 16:30

Byggingarsvæðið í Úlfarsárdal - Mynd Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að heimila  umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal. Kostnaðaráætlun við mannvirkin hljóðar upp á rúma 4,6 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ágúst 2019 og að þeim verði að lokið í maí 2022, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Framkvæmdirnar eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar við íþróttafélagið Fram sem samþykktur var í borgarráði í júlí 2017.

Íþróttamiðstöðin mun samanstanda af fjölnota íþróttahúsi, áhorfendastúku fyrir aðalleikvang í knattspyrnu, minni íþróttasölum, félags- og þjónustuaðstöðu fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn, búningsrýmum ásamt samkomusal og fundaraðstöðu.

Íþróttamannvirkin munu þjóna félagsmönnum íþróttafélagsins Fram og íbúum Grafarholts og Úlfarsárdals og verða afhent fullfrágengin. Þá verða jafnframt boðnar út framkvæmdir við undirbyggingu og lýsingu fyrir nýjan keppnisvöll Fram í Úlfarsárdal.

Íþróttasalur ásamt fylgirýmum verður nýttur af skólum í hverfinu.

Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut 122-126 í Úlfarsárdal. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggð eða í uppbyggingu. Nýlega samþykkti borgarráð að bæta við vatnsrennibraut við nýja útisundlaug sem nú er verið að byggja til að gera laugina fjölskylduvænni.

Heildarstærð íþróttamiðstöðvarinnar verður 7.361 m2 . Við hönnun allra mannvirkja er miðað við kröfur vegna BREEAM umhverfisvottunar sem gefur kost á svokallaðri grænni fjármögnun framkvæmdanna með grænum skuldabréfum.

Sjá má tölvumyndir frá VA arkitektum af mannvirkjunum hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins