fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Isavia: „Eigandi vélarinnar getur fengið hana afhenta ef skuld WOW air er greidd“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. júní 2019 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu um niðurstöðu Hæstaréttar í máli ALC, hvers flugvél var kyrrsetti vegna skulda WOW air við Isavia, en WOW leigði vélina af ALC sem krefst þess að fá hana aftur.

Í niðurstöðu dómsins er kröfu ALC hafnað og Isavia segist líta þannig á að niðurstaða Landsréttar hafi verið staðfest og flugvélin verði kyrrsett þangað til frekari niðurstaða fáist, en málinu hefur verið vísað aftur til Landsréttar. Segir Isavia að ALC geti fengið vélina aftur, verði skuldin greidd, eða trygging lögð fyrir henni:

„Nú liggur niðurstaða Hæstaréttar í innsteningarmáli ALC fyrir og er niðurstaðan sú að Isavia var heimilt að kyrrsetja flugvél ALC fyrir skuldum WOW air.

Með niðurstöðu Hæstaréttar í innsetningarmáli vegna flugvélarinnar TF-GPA, í eigu flugvélaleigunnar ALC, telur Isavia að rétturinn sé fyrst og fremst að bregðast við þeirri staðreynd að ALC kærði ekki úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og meðferð málsins fyrir Landsrétti eftir það.

Sú staðreynd að ALC kærði ekki úrskurð héraðsdóms til Landsréttar hafi falið í sér yfirlýsingu ALC um að félagið væri sammála kröfum og röksemdum Isavia. Við þær aðstæður bar Landsrétti að verða við óbreyttum kröfum Isavia í málinu og hafna þegar af þeirri ástæðu innsetningu, eins og fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar.

Isavia er þeirrar skoðunar að dómur Hæstaréttar staðfesti efnislega afstöðu Landsréttar til túlkunar á beitingu 136. gr. laga um loftferðir. Málinu hefur nú verið vísað aftur til Landsréttar. Vænta má að Landsréttur taki það til meðferðar og staðfestir kröfur Isavia eins og þær lágu fyrir Landsrétti, auk ákvörðunar um málskostnað.

Flugvélin TF-GPA er áfram kyrrsett þar til niðurstaða fæst í málið. Í millitíðinni vill Isavia ítreka að eigandi vélarinnar getur fengið hana afhenta ef skuld WOW air er greidd eða ef gild trygging er lög fyrir henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”