fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Stefnir í hallarekstur Sjálfstæðismanna í Seltjarnarnesbæ: „Þessar tölur nú vekja upp áleitnar spurningar“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 14:24

Karl Pétur Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir að rekstur bæjarins veki upp áleitnar spurningar eftir upplýst var um fjárhagsstöðuna á fundi bæjarstjórnar í gær, en Sjálfstæðisflokkurinn fer þar með meirihluta. Kallar hann eftir róttækum aðgerðum:

„Á bæjarstjórnarfundi í gær kom meðal annars fram að frávik frá rekstraráætlun Seltjarnarnesbæjar á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2019 væri 96 milljónir króna. Þannig væru skatttekjur 40 milljónum undir áætlun, útgjöld til menntamála 16 milljónum yfir og til velferðarþjónustu 40 milljónum yfir. Ef fer sem horfir stefnir í að A hluti bæjarsjóðs verði rekinn með 250 milljón króna halla á þessu ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun á afgangur ársins að vera um 50 milljónir. Ef ekkert róttækt gerist í fjármálum bæjarins, sjáum við fram á enn eitt árið þar sem rekstur bæjarins er neikvæður.“

Stangist á við ímynd bæjarins

Karl Pétur spyr hvort ekki hefði mátt grípa fyrr til aðgerða til að snúa þessari þróun við:

„Þetta stangast á við væntingar bæjarbúa um traustan rekstur og ímynd bæjarins sem fjárhagslega sterks sveitarfélags. Uppsafnaður hallarekstur síðustu ára, ört hækkandi skuldahlutfall og þessar tölur nú vekja upp áleitnar spurningar. Hefði meirihluti bæjarstjórnar og stjórnendur bæjarins hefðu ekki getað gripið fyrr inn í þessa atburðarás? Hefur allt verið gert til að stemma af reksturinn, skera niður ónauðsynlegan kostnað, afla tekna og tryggja að reksturinn sé sjálfbær?

Skortir frumkvæði

Karl Pétur vill að bærinn njóti þeirra tekjustofna sem fyrir eru, en ekki ríkissjóður. Kallar hann eftir frumkvæði bæjarins í að þrýsta á Alþingi í þeim efnum:

„Einnig er áhyggjuefni að tekjur bæjarbúa hafa ekki hækkað í samræmi við væntingar. Það hefur eflaust talsvert með aldurssamsetningu bæjarbúa að gera en einnig fjölda fólks sem hefur framfærslu sína af fjármagnstekjum. Bærinn treystir á tvo tekjustofna – fasteignagjöld og útsvar. Útsvar reiknast af atvinnutekjum. Sá hópur sem hefur eingöngu fjármagnstekjur greiðir alla sína skatta til ríkissjóðs, en ekki krónu til bæjarins. Þetta þýðir að þeir sem þessum hópi tilheyra taka minni þátt í að greiða fyrir rekstur skóla, malbikun gatna, velferðarmál, öldrunarmál og aðra þjónustu bæjarins. Þessu verður að breyta. Frumkvæði að slíkri breytingu verður að koma frá sveitarfélögum, en eingöngu Alþingi getur breytt því með hvaða hætti þessar tekjur flæða um samfélagið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi