fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Sagði af sér í kjölfar framúrkeyrslu Félagsbústaða og fékk 37 milljónir frá Reykjavíkurborg – Uppfært

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 16:45

Auðun Freyr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðun Freyr Ingvarsson, sem sagði af sér sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða í október í fyrra í kjölfar 330 milljóna króna framúrkeyrslu vegna framkvæmda við Írabakka, fékk greiddar alls 36,990 milljónir í laun og hlunnindi fyrir árið 2018. Laun Auðuns voru 20.5 milljónir árið 2017.

Þetta kemur fram í ársreikningi Félagsbústaða.

Auðun var einnig sakaður um eineltistilburði af þremur fyrrverandi starfsmönnum Félagsbústaða, en Auðun hafnaði þeim ásökunum alfarið. Sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, að eineltismálið hefði verið þaggað niður innan Reykjavíkurborgar.

Óskar eftir skýringum

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, kallaði eftir skýringum á þessum greiðslum á fundi borgarráðs í dag, þar sem hún spurði um hvort gerður hafi verið starfslokasamningur við Auðun. Hafi svo verið, óskaði hún eftir öllum upplýsingum um þann samning. Var fyrirspurn hennar vísað til Fjármála- og áhættusviðs.

Skýringin fundin ?

Eyjan greindi frá því í síðustu viku að Reykjavíkurborg hefði gert alls 23 starfslokasamninga milli áranna 2011 og 2018, sem kostað hefðu 100 milljónir í viðbótargreiðslur umfram launasamninga.

Þar af stakk árið 2018 í stúf, þar sem alls 38.2 milljónir voru greiddar út fyrir alls fimm starfslokasamninga.

Tafla yfir starfslokasamninga og greiðslur Reykjavíkurborgar frá 2011 -2018.

 

Uppfært

Enginn starfslokasamningur

Auðun Freyr hafnar því í samtali við Fréttablaðið að hann hafi gert starfslokasamning við Reykjavíkurborg og ekkert óeðlilegt sé við 37 milljóna greiðslu til hans á árinu 2018, um sé að ræða orlof og uppsagnarfrest:

„Það er bara einhver vitleysa. Þetta eru bara eðlileg starfslok. Fólk er með uppsagnarfrest og það er greitt út uppsagnarfrestinn. Hálft ár. Það var uppsafnað orlof og eitthvað slíkt. Þegar fólk hættir þá er greitt út sumarfrí sem var ekki tekið út.“

 

Sjá nánar: Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna starfslokasamninga 100 milljónir á átta árum:„Mikil sóun á almannafé og algjörlega óásættanlegt“

Sjá nánar: Auðun Freyr hafnar eineltisásökunum og kærir Morgunblaðið og blaðamann þess fyrir siðanefnd

Sjá nánarVigdís Hauksdóttir um eineltið:„Málið var þaggað niður“

Sjá nánarFélagsbústaðir fóru 330 milljónir framúr áætlunum við endurbætur – Framkvæmdastjórinn sagði af sér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum