fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Eyjan

Tekjurnar af sex útisalernum Reykjavíkurborgar rúmar milljón krónur – Útgjöldin tæpar 600 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá í gær þá hefur Reykjavíkurborg greitt rúmar 590 milljónir króna fyrir leigu á sex útisalernum frá árinu 2001. Áætlaður kostnaður við að framlengja leigusamninginn frá 1. júlí næstkomandi til 31. desember er 18 milljónir króna.

Sjá nánar: Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sex klósetta tæpar 600 milljónir

Ókeypis þjónusta

Í svari frá Umhverfis- og skipulagsráði vegna fyrirspurnar Eyjunnar um tekjur af útisalernunum, kemur fram að engin gjaldtaka hefur verið notkunina á salernunum á tímabilinu, utan áranna 2006-2008.

Heildartekjur Reykjavíkurborgar vegna útisalernanna á því tímabili námu alls 1.138.406 krónum, en gjaldið var þá 10 krónur að þávirði fyrir hvert skipti.(19 krónur að núvirði) samkvæmt samningi AFA og Reykjavíkurborgar frá 2004.

Skiptust tekjurnar svona milli ára:

  • 2006: 516.032 kr
  • 2007: 208.666 kr
  • 2008: 413.709 kr

Árið 2006 má því ætla að klósettin hafi verið notuð rúmlega 27 þúsund sinnum, tæplega 11 þúsund sinnum árið 2007 og tæplega 22 þúsund sinnum árið 2008.

Samkvæmt svari Umhverfis- og skipulagsráðs hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort fjölga, eða fækki eigi útisalernum miðborgarinnar í nánustu framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“