fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

Jón Þór segir forsætisnefnd fela mögulega spillingu og „þagga niðri í þeim sem vilja uppræta hana“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 13:06

Jón Þór Ólafsson. Alþingismaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata sem einnig er einn varaforseta í forsætisnefnd, stóð ekki að áliti nefndarinnar er hún staðfesti niðurstöður siðanefndar um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á siðareglum þingmanna.

Hann segir segir í bókun sinni þann 24. janúar að Ásmundur Friðriksson hafi sannarlega brotið reglur, en skilaboðin sem forsætisnefnd sendi með þessu væru þau, að það teldist ekki siðbrot að fá meira greitt af almannafé en reglur heimili:

„Tilgangur siðareglnanna eru að koma í veg fyrir að þingmenn misnoti aðstöðu sína til að hygla sjálfum sér á kostnað almannahags. Það er staðreynd að Ásmundur Friðriksson fór ekki eftir reglum sem voru í gildi og bæði bað um og fékk meira greitt af almannafé en gildandi reglur sögðu til um. Þórhildur Sunna sagði þá staðreynd vekja rökstuddan grun um lögbrot af hálfu Ásmundar og kallaði eftir rannsókn á því hvort svo væri. Skilaboð meirihluta forsætisnefndar til þingmanna eru því skýr. Það að óska eftir og fá meira greitt af almanna fé en gildandi reglur heimila, er ekki siðabrot. Það að segja að slíkt skapi rökstuddan grun um brot sem þurfi að rannsaka, er siðabrot.“

Spilling og þöggun

Þá bætir Jón Þór við að með þessu hafi meirihluti forsætisnefndar snúið siðareglum þingmanna á haus:

„Skilaboð meirihluta forsætisnefndar til þingmanna eru því skýr. Það að óska eftir og fá meira greitt af almanna fé en gildandi reglur heimila, er ekki siðabrot. Það að segja að slíkt skapi rökstuddan grun um brot sem þurfi að rannsaka, er siðabrot. Ég get ekki lesið niðurstöðu meirihluta forsætisnefndar öðruvísi en svo að: ‘Sönn ummæli Þórhildar Sunnu um mögulega spillingu eru túlkuð sem siðabrot á Alþingi.’ Með þessu móti hefur meirihluti forsætisnefndar snúið siðareglum fyrir Alþingismenn á haus. Þessi afgreiðsla er til þess fallin að fela mögulega spillingu og þagga niðri í þeim sem vilja uppræta hana. Þessi afgreiðsla gengur gegn tilgangi siðareglnanna.“

Sjá einnig: Forsætisnefnd Alþingis fellst á álit siðanefndar um brot Þórhildar Sunnu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?