fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Íbúðalánasjóður: Leigjendur búa við minna húsnæðisöryggi – Betra að kaupa en leigja

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 16:00

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri rannsókn Íbúðalánasjóðs og rannsóknarfyrirtækisins Zenter kemur fram að marktækt færri leigjendur en húsnæðiseigendur telja sig búa við húsnæðisöryggi. Helstu ástæður þess að fólk telur sig ekki búa við meira húsnæðisöryggi en raun ber vitni, er sú að fólk hefur ekki efni á leigu eða þykir verðið of hátt.

Leigjendur telja sig búa við marktækt verri fjárhagsstöðu en aðrir. Yfir 20% þeirra sem eru á leigumarkaði segjast safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman samanborið við einungis 7% þeirra sem búa í eigin húsnæði.

Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að nokkuð áberandi munur er á afstöðu fólks til húsnæðisöryggis eftir stöðu á vinnumarkaði. Öryrkjar töldu sig búa við marktækt minna húsnæðisöryggi en aðrir hópar og 64% öryrkja voru sammála fullyrðingunni um húsnæðisöryggi samanborið við 86% launþega í fullu starfi.

Eftir því sem svarendur, óháð stöðu á vinnumarkaði, voru með hærri tekjur töldu þeir sig búa við meira húsnæðisöryggi.

Þá kom einnig fram munur á afstöðu fólks eftir aldri, óháð öðrum breytum. Fólk á aldrinum 25–34 ára telur sig búa við minnst húsnæðisöryggi og aldurshópurinn 65 ára og eldri mest. Þeir svarendur sem töldu sig ekki búa við húsnæðisöryggi voru beðnir að nefna helstu ástæðuna fyrir því. Algengasta ástæðan var sú að fólk hefði ekki efni á leigu eða verðið væri of hátt.

Næstalgengasta orsökin var að um tímabundinn leigusamning væri að ræða eða eigandinn væri að selja húsnæðið.

Betra að kaupa en leigja

Þegar niðurstöður könnunarinnar eru bornar saman við niðurstöður frá fyrra ári virðist framboð af leiguhúsnæði aukast örlítið á milli ára að mati fólks. 10% þjóðarinnar telja framboð af íbúðarhúsnæði til leigu sem henti sér og sinni fjölskyldu vera mikið í ár samanborið við 7% fyrir ári síðan.

Þetta verður þó að teljast lágt hlutfall ef horft er til þess að um 16% þjóðarinnar eru á leigumarkaði og meirihluti leigjenda telur líkur á að vera áfram á leigumarkaði, líkt og kom fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júnímánuð 2019. Þá kom fram munur á því hvort fólk teldi að nægt framboð væri af leiguhúsnæði eftir því hvar á landinu það var búsett.

Einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu telja meira framboð af leiguhúsnæði vera til staðar en þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Ungt fólk og námsmenn telja einnig meira framboð leiguhúsnæðis sem henti sér vera til staðar en þeir sem eldri eru. Þrátt fyrir vísbendingar um aukið framboð telur meirihluti þjóðarinnar engu að síður óhagstætt að leigja um þessar mundir eða 92%. Þessar niðurstöður eru óbreyttar frá fyrra ári. Til samanburðar telja 62% þjóðarinnar óhagstætt að kaupa íbúðarhúsnæði. Almennt telur fólk því hagstæðara að kaupa en leigja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð