fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Helgi Hrafn býður konunni sinni stundum í heimsókn á Alþingi: „Vonandi hneykslar þetta nú engan“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögðin við staðfestingu forsætisnefndar á áliti siðanefndar Alþingis um siðareglubrot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, eru mörg og misjöfn, en flest halla þau í áttina að fordæmingu á vinnubrögðum forsætisnefndar í málinu.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir í færslu á Facebook í dag að hann treysti ekki forsætisnefnd til að veita leiðsögn í siðareglumálum, því hún sé fullkomlega óhæf. Segist hann hættur við að ítreka erindi sitt sem hann sendi nefndinni um allt annað mál:

„Á seinasta þingi sendi ég erindi til forsætisnefndar þar sem ég spurði um mörk milli þess að nýta aðstöðu Alþingis til þingstarfa og einkanota, þar sem þau verða hratt frekar óskýr þegar kemur t.d. að nýtingu tölvunnar frá Alþingi. Sömu tölvuna nota ég eðlilega bæði til vinnu og afþreyingar, til dæmis. Einnig sinni ég oft mínum persónulegu málum á skrifstofunni minni ef ég er staddur í miðbænum og er ekki í stuði fyrir neitt af þeim kaffihúsum sem eru opin. Stundum býð ég konunni minni í heimsókn niður á þing þegar hún á leið hjá. Vonandi hneykslar þetta nú engan, en mig langaði helst að hafa þessa línu skýra ef mögulegt var,“

segir Helgi Hrafn og nefnir að honum hafi aldrei borist svar og því hefði hann íhugað að ítreka erindið á komandi þingi:

„En í ljósi þess að forsætisnefnd er greinilega fullkomlega óhæf til að beita svo mikið sem almennri skynsemi í mati sínu, hef ég hætt við að ítreka erindið, vegna þess að satt best að segja treysti ég ekki forsætisnefnd til að veita leiðsögn í siðareglumálum.“

Fáránleg niðurstaða

Helgi segir fáránlegt að sannleiksgildi fullyrðingar Þórhildar, sem hún var dæmd fyrir, skuli ekki hafa verið metið:

„Áfram mun ég velta fyrir mér þessari línu og reyni að dansa á henni eftir minni eigin sannfæringu, en ég frábið mér fyrirfram álit forsætisnefndar á nokkru sem ég segi eða geri. Siðareglur mun ég framvegis eiga alfarið við mína eigin samvisku. Það er þess virði að átta sig á því *hvers vegna* þessi niðurstaða forsætisnefndar er fáránleg. Það er ekki að þingmaður Pírata teljist brotlegur – það eitt og sér er eðlilegt þegar þingmaður Pírata brýtur siðareglur. Það sem er svo gjörsamlega úti á túni, er að sannleiksgildi fullyrðingarinnar, sem Þórhildur Sunna lét falla, er ekki metið.

Á mannamáli þýðir það, að ef spilling á sér stað á Alþingi, að þá brjóta þingmenn siðareglur með því að tala um hana. Í alvöru. Það er niðurstaðan. Þannig að tjah, já, kæra forsætisnefnd, vertu ekkert að fara yfir erindi mitt. Mig varðar ekki lengur um álit þitt á því eða siðareglum yfirhöfuð. Virðing Alþingis. Þetta hugtak virðist bara verða flóknara með tímanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?