fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Formaður SUS: „Yndislega öfugsnúið að jafnaðarmenn hafi það á dagskrá sinni að koma í veg fyrir að lágtekjufólk borði vínarbrauð“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 10:00

Ingvar Smári Birgisson, formaður SUS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir fyrirhugaðan sykurskatt sem Svandís Svavarsdóttir hyggst setja á, er hækka muni verð á gosi og sælgæti um 20%, muni leggjast þyngst á lágtekjufólk og því sé ekki skrítið að lágtekjufólk hafi snúið baki við vinstriflokkunum í hrönnum.

Hann segir sykurskattinn dæmigerðan fyrir hugmyndafræði forræðishyggjuflokka:

„Nú eru jafnaðarmenn aftur að leggja til sykurskatt, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn afnam þá hrakför fyrir nokkrum árum. Skatturinn fellur vel að hugmyndum þeirra að ákjósanlegt sé að stýra samfélaginu í „rétta“ átt með boðum og bönnum. Ég efast ekki um að sykurskattur virki, þ.e.a.s. að hann hafi áhrif á neysluvenjur fólks. Skatturinn hefur þó minni áhrif en marga grunar. Það segir sig samt sjálft að þeir sem hafa minni ráðstöfunartekjur muni finna meira fyrir skattinum. Manneskja með hátt upp í milljón kr. á mánuði (t.d. starfsmaður í ráðuneyti) mun ekki setja það fyrir sig að súkkulaðistykki hækki um 20 kr. Þannig held ég að sykurskatturinn sé fyrst og fremst neyslustýringartól gagnvart lágtekjufólki,“

segir Ingvar og sendir VG væna sneið í lokin:

„Það er eitthvað yndislega öfugsnúið að jafnaðarmenn hafi það á dagskrá sinni að koma í veg fyrir að lágtekjufólk borði vínarbrauð og kleinur. Þetta er kannski ástæðan fyrir því af hverju lágtekjufólk hefur í hrönnum hætt að kjósa vinstriflokkana. Þeir skilja ekki aðstæður vinnandi fólks í þessu landi.“

Mun Sjálfstæðisflokkurinn lúffa fyrir VG ?

Athygli vekur að Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur „like“ við færslu Ingvars, en ljóst er að Sjálfstæðismönnum er mikið í nöp við þessar fyrirætlanir Svandísar Svavarsdóttur og VG.

Af orðum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanni og ritara Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í gær mátti þó ráða að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hygðist ekki berjast af krafti gegn sykurskattinum, þar sem gera þyrfti málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfi:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun samt ekki gefa eft­ir mik­il­vægu stefnu sína um öfl­ugt at­vinnu­líf, frjáls­ara sam­fé­lag og fram­taksmátt ein­stak­ling­anna. Það eru þess­ir þætt­ir sem munu auka lífs­gæði hér á landi, ekki vöxt­ur hins op­in­bera.“

Athygli vekur hvað Áslaug sagði ekki í þessari upptalningu. Hún minntist ekkert á að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að gefa eftir stefnu sína um lækkun skatta, sem Sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir í orði, en kannski minna á borði, ef litið er til síðustu ára.

Sjá nánar: Var Áslaug að gefa grænt ljós á sykurskatt Svandísar ? – „Þarf oft að mæt­ast á miðri leið og gera mála­miðlarn­ir“

Fleiri skattahækkanir en lækkanir

Þess má geta að á tímabilinu 2007 til 2018 voru gerðar 267 skattabreytingar á Íslandi. Alls 200 af þeim voru hækkanir á sköttum, en aðeins 67 voru lækkanir. Þetta kom fram í yfirliti Viðskiptaráðs í febrúar 2018.

Þá gerðu stjórnvöld 22 breytingar á skattkerfinu um áramótin þar-síðustu, þar sem 19 voru til hækkunar, en þrjár til lækkunar.

Á tímabilinu 2007 -2018 hafa því skattar verið hækkaðir þrisvar sinnum fyrir hverja lækkun.

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn öll þessi ár, utan fjögurra, þegar vinstri stjórnin tók við í kjölfar hrunsins, frá 2009-2013.

Sjálfur skattaflokkurinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem mært hefur samstarf sitt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta í ræðu sinni á landsfundi VG í október árið 2017, rétt áður en hún myndaði ríkisstjórn með Bjarna:

„Og reyndar eru þeir þegar byrj­aðir með hræðslu­á­róður um skatta­hækk­anir vinstri­manna. Sjálfur skatta­flokk­ur­inn. Því hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing? Eða var það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í félagi við Fram­sókn sem hækk­aði virð­is­auka­skatt á mat­væli á síð­asta kjör­tíma­bili? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massa­vís? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem ætl­aði að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu? Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur lítið sagt um aðra. Hann er skatta­flokk­ur. En við munum ekki hækka skatta á almenn­ing í land­inu heldur munum við reka sann­gjarna skatta­stefnu.“

Sjá nánarKatrín Jakobsdóttir:„Hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing?“

Sjá einnigViðskiptaráð:200 skattahækkanir síðan 2007

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”