fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Bjarni gefur út stjórnendastefnu ríkisins – Ríkisforstjórar þurfa að gangast undir frammistöðumat og launagreiningu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 12:05

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið gefin út stjórnendastefna ríkisins. Er hún sögð fyrsta heildstæða stefnan um starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana, ráðuneytisstjóra og annarra sem hafa stjórnun að meginstarfi hjá ríkinu. Stefnan er sögð liður í því að bæta færni stjórnenda, það sé samfélagslegur ávinningur.

Í stefnunni er kveðið á um hvaða hæfni, þekkingu og eiginleika stjórnendur þurfa að bera og hvernig ríkið ætlar að styðja við stjórnendur til að ná góðum árangri.

Í stefnunni eru hæfnikröfur til stjórnenda skilgreindar í svokallaðri kjörmynd. Ætlast er til að stjórnendur hafi til að bera heilindi og leiðtogahæfni, leggi áherslu á árangursmiðaða stjórnun, auk þess að rækta með sér góða samskiptahæfni. Kjörmyndin dregur fram skýra mynd af því sem einkennir góða stjórnendur og verður m.a. nýtt við skilgreiningu á hæfniþáttum við ráðningu, gerð starfsþróunaráætlana, skipulagningu fræðslu og til framtíðar einnig við mat á frammistöðu stjórnenda.

Fögur fyrirheit

Í stjórnendastefnunni er klausa um ráðningaferli innan stjórnsýslunnar, sem segir að markmið vandaðs ráðningarferlis sé alltaf að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa.

„Ávallt skal vanda undirbúning ráðninga stjórnenda. Skipað er í stjórnunarstöður hjá ríkinu í samræmi við lög, reglur og leiðbeiningar þar um. Við val á umsækjendum skal ávallt nota bestu aðferðir sem henta hverju sinni og eru til þess fallnar að rökstyðja valið, hvort sem sérstakri hæfnisnefnd, ráðningarskrifstofu eða sérhæfðum starfsmönnum skipulagsheilda er falið að sjá um mat á umsækjendum. Lögð er áhersla á móttöku og fræðslu nýrra stjórnenda til að þeir geti frá upphafi sinnt starfi sínu af fagmennsku.“

Pólitískar ráðningar

Að gefnu tilefni má rifja upp að samkvæmt fréttaskýringu Kjarnans, hefur félagsmálaráðuneytið skipað 21 formann án tilnefningar, með tengsl við Framsóknarflokkinn, í þær 70 nefndir, stjórnir og ráð innan ráðuneytisins á liðnum misserum, en Framsóknarflokkurinn hefur farið með þetta ráðuneyti í 17 ár af 24 frá árinu 1995.

BHM hefur gagnrýnt Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra fyrir að nýta sér heimild í lögum um að flytja megi ríkisstarfsmenn til í starfi án auglýsingar. Það bryti í bága við jafnræðisreglu og væri vond stjórnsýsla, en Ásmundur hefur skipað í þrjár stöður án auglýsingar innan ráðuneytisins. Þá hefur Ásmundur skipað alls níu formenn nefnda, ráða, eða stjórna án tilnefningar, til manna sem tengdir eru Framsóknarflokknum. Þá skipaði hann aðstoðarmann sinn sem formann stjórnar Tryggingarstofnunar ríkisins í fyrra.

„Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það,“

sagði Ásmundur um skipanir sínar og ráðningar, en ljóst er að pólitískar skipanir og ráðningar eru ekki einskorðaðar við Framsóknarflokkinn, eða félagsmálaráðuneytið.

Sjá nánar: Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum:„Ekkert óeðlilegt við það“

Starfskjör og Kjararáð

Undir liðnum starfskjör í stjórnendastefnunni, segir að starfsumhverfi stjórnenda sé samkeppnishæft. Laun fylgi almennri launaþróun á vinnumarkaði og þróist í samræmi við hæfni og frammistöðu. Laun og almenn starfskjör stjórnenda ríkisins byggist á hlutlægum mælikvörðum og skulu endurmetin í takt við almenna þróun. Innleiða eigi frammistöðumat fyrir alla stjórnendur ríkisins, sem mun hafa áhrif á launasetningu.

Varla þarf að rifja upp þau áhrif sem launaákvarðanir hins sáluga Kjararáðs hefur haft á launaþróun í landinu og efnahagsmálin í heild sinni síðustu ár. Minnast má þess að Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, beindi sérstökum tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja árið 2017 um að gæta varkárni og hófsemi í launahækkunum sínum. Þau tilmæli voru hundsuð með öllu, með augljósum afleiðingum.

Því er athyglisvert að samkvæmt aðgerðaráætluninni sem kynnt er af fjármálaráðuneytinu, á að greina sérstaklega laun og almenn starfskjör stjórnenda ríkisins, leggja mat á launakerfi forstöðumanna og síðast en ekki síst, innleiða frammistöðumat stjórnenda hjá ríkinu. Ekki er víst að allir stjórnendur hjá hinu opinbera hlakki til þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni