fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Eyjan

Alls 68 prósent Íslendinga með miklar áhyggjur af hlýnun jarðar – Stuðningsfólk Miðflokksins hefur minnstar áhyggjur

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfismál verða sífellt fyrirferðameiri í samfélagsumræðunni og segjast nú tæp 70% Íslendinga hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar, sem nú á dögum kallast hamfarahlýnun.

Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. maí – 29. maí 2019. Mikill munur var á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum en stuðningsfólk Samfylkingar og ungt fólk hefur hvað mestar áhyggjur af hlýnun jarðar en stuðningsfólk Miðflokksins hvað minnstar.

Töluverður munur var á svörum eftir stjórnmálaskoðunum. Þá kvaðst 96% stuðningsfólks Samfylkingarinnar hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar og 89% stuðningsfólks Vinstri grænna. Af stuðningsfólki Miðflokksins kvaðst 39% hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar en 36% litlar áhyggjur.

Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar kváðust 35% hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar og 33% frekar miklar áhyggjur. Þá kváðust 21% hafa bæði miklar og litlar áhyggjur, 5% frekar litlar áhyggjur og 6% mjög litlar áhyggjur.

Munur eftir lýðfræðihópum

Konur höfðu meiri áhyggjur af hlýnun jarðar heldur en karlar og kváðust 76% kvenna hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur, samanborið við 60% karla. Áhyggjur af hlýnun jarðar voru hvað mestar hjá yngsta og elsta aldurshópnum en 77% þeirra á aldrinum 18-29 ára kváðust hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur og 70% þeirra 68 ára og eldri. Þá hækkaði hlutfall þeirra sem kváðust hafa litlar áhyggjur jafnt og þétt í takt við aukinn aldur en 7% þeirra í yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust hafa frekar eða mjög litlar áhyggjur samanborið við 16% þeirra 68 ára og eldri.

Nokkur munur reyndist á svörum eftir búsetu en íbúar höfuðborgarsvæðisins voru líklegri til að segjast hafa mjög miklar áhyggjur af hlýnun jarðar (40%) heldur en íbúar af landsbyggðinni (26%). Landsbyggðarbúar voru aftur á móti ívið líklegri til að hafa frekar eða mjög litlar áhyggjur (8%) heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu (16%).

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið