fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Ólafur segir skýrslu Ríkisendurskoðunar staðfesta „alvarleg samkeppnisbrot í rekstri Íslandspósts“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 17:30

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur lengi bent á rekstrarvanda og skekkta samkeppnisstöðu Íslandspósts á liðnum árum. Hann segir á vef FA í dag að skýrsla Ríkisendurskoðunar sem birt var í dag, sé mikilvægt veganesti fyrir stjórnvöld, en þar sé enn ýmsum spurningum ósvarað og setur fyrirvara við niðurstöður skýrslunnar.

Var aðskilnaður fullnægjandi ?
Ólafur segir að það valdi ákveðnum vonbrigðum að Ríkisendurskoðun skuli ekki veita afdráttarlausari svör við þeirri spurningu fjárlaganefndar Alþingis hvort lögbundinn aðskilnaður einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið með fullnægjandi hætti í rekstri Íslandspósts:

„Þeirri spurningu er í raun áfram ósvarað hvaðan fjármagnið hefur komið, sem hefur runnið til margra misráðinna fjárfestinga Íslandspósts í samkeppnisrekstri undanfarin ár og hverjir bera ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum. Það er verulegur ljóður á annars ágætri úttekt,“

segir Ólafur.

Skekkt samkeppnisstaða
Í skýrslunni kemur fram að það fyrirkomulag, að einkaréttur á bréfum undir 50 grömmum standi undir öllum sameiginlegum og föstum kostnaði sem tengist honum en samkeppnisrekstur beri enga hlutdeild í sameiginlegum föstum kostnaði jafnvel þótt hann nýti sér sömu framleiðsluþættina, skekki augljóslega samkeppnisstöðu keppinauta Íslandspósts:

„Ekki verður annað séð en að með þessu staðfesti Ríkisendurskoðun í raun alvarleg samkeppnisbrot í rekstri Íslandspósts. FA telur mikilvægt að breytingar verði gerðar á rekstri Íslandspósts til að rétta af þessa stöðu.“

Eigendastefnan taki á samkeppni við einkaaðila

Þá segir á vef FA:

FA fagnar þeirri tillögu Ríkisendurskoðunar að stjórnvöld móti eigendastefnu fyrir Íslandspóst, en hún er í samræmi við ábendingar félagsins. Ríkisendurskoðun nefnir að í þeirri vinnu þurfi að taka til athugunar hvort fela eigi öðrum en félaginu að sinna einum eða fleiri starfsþáttum þess. FA leggur áherslu á að stjórnvöld setji skýr ákvæði um það í eigendastefnu Íslandspósts að svo lengi sem fyrirtækið sé í ríkiseigu dragi það sig út úr samkeppni við einkaaðila á margvíslegum mörkuðum.

Gengur ekki að eftirlit sé í ólestri
Félag atvinnurekenda telur einnig ljóst af skýrslu Ríkisendurskoðunar að opinbert eftirlit með Íslandspósti sé í ólestri. Félagið tekur undir þá tillögu ríkisendurskoðanda að ráðuneyti og eftirlitsstofnanir þurfi að túlka eftirlitsheimildir og -skyldur sínar gagnvart Íslandspósti ohf. með sama hætti og að gagnkvæmur skilningur sé á hlutverki hvers og eins. Upp á þetta hefur stórlega vantað, eins og FA hefur ítrekað bent á. „Fjármálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppniseftirlitið hafa ítrekað bent hvert á annað þegar keppinautar Íslandspósts hafa kvartað undan viðskiptaháttum fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun tekur undir með okkur að þetta gangi ekki lengur,“ segir Ólafur.

Óábyrgar fjárfestingar
Hann segir að skýrslan staðfesti að Íslandspóstur hafi ráðist í fjárfestingar, sem fyrst og fremst gagnast samkeppnisrekstrinum, án þess að reksturinn hafi staðið undir þeim. Þá sé það álit Ríkisendurskoðunar að alltof margt fólk starfi hjá Íslandspósti miðað við þann samdrátt sem hafi orðið í kjarnastarfsemi félagsins undanfarinn áratug. „Stór hluti starfsmanna Íslandspósts er í vinnu við verkefni sem ríkið á ekki að vera að sinna,“ segir Ólafur.

Samdráttur í bréfasendingum að fullu bættur
FA dregur í efa þá niðurstöðu Ríkisendurskoðunar að samdráttur í bréfasendingum hafi ekki verið bættur Íslandspósti að fullu með hækkun gjaldskrár og vísar þar í yfirlit í skýrslunni sjálfri. „Afkoma einkaréttar árin 2016-2018 sýnir svo ekki verður um villst að tekjurnar voru umfram það sem lög gera ráð fyrir og notendur ofrukkaðir árin 2016-2017, auk þess sem afkoma þess starfsþáttar var góð árið 2018,“

segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka