fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Hrafn brjálaður yfir„tortímingu“ Vestfjarða: „Vaknið, fjandinn hafi það!“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 16:00

Hrafn Jökulsson féll frá í september 2022

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jökulsson, fyrrverandi íbúi í Árneshreppi á Ströndum, hefur lengi barist gegn virkjunaráformum á svæðinu. Lætur hann stjórnarflokkana fá það óþvegið á samfélagsmiðlum, en sveitastjórn Árneshrepps samþykkti nýlega framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Hefur sú framkvæmd verið kærð til Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála.

„Mér leiðist að segja þetta, en ég skammast mín fyrir land án umhverfisráðherra eða flokks sem lætur sér þann málaflokk varða. Nokkrir einarðir einstaklingar standa einir í vegi andlitslausra, erlendra auðkýfinga sem ætla sér að tortíma Vestfjörðum, og stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Skömm sé að þeim stjórnmálamönnum, sem ætla að standa hjá. Ykkar óminning skal lengi uppi,“

segir Hrafn og spyr hvar náttúruverndarsinnar stjórnarflokkana séu, tími sé kominn til að vakna:

„Fyrst VG ætlar fyrst og fremst að standa undir andheitum í pólitík, hvar í veröldinni eru þá vinir vorir í Samfó? Eða náttúruverndarsinnarnir í Framsókn, en þar var Eysteinn afabróðir fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til að taka að sér umhverfismál?! Vaknið, fjandinn hafi það!“

Friðlýsing Drangavíkur á Ströndum er arðbærari fyrir Árneshrepp heldur en virkjun, að sögn Snæ­björns Guðmunds­sonar, jarðfræðing­s, en En­vironice og Skipu­lags­stofa hafa sagt áhrif friðlýs­ing­ar mun já­kvæðari en virkj­un­ar. Er Snæbjörn í forsvari þeirra sem kærðu framkvæmdina á virkjanaáformunum.

Ísland er „Matador“ auðmanna

Hrafn segir engan spyrna fótum við  þeirri þróun sem orðið hefur í landakaupum auðmanna:

„Erlendir, og eftir atvikum ,,íslenskir“, auðmenn, eru nú í einu allsherjar matatori, þar sem jarðir, ár, vatnsréttindi og auðlindir eru keyptar án nokkurra kvaða. — Vinir vorir, Grænlendingar, hafa einfalda reglu: Þú getur átt því sem nemur grunninum undir húsi þínu, annað tilheyrir þjóðinni, landinu. Ef þú vilt vera bóndi á Suður-Grænlandi, verður þú að sýna fram á að þú sért að nýta jörðina. En þú átt hana ekki. — Ef þú vilt fara í námugröft, þá borgar þú fyrir það rentu, en þú getur ekki keypt fjöllin eða firðina. Viljir þú fiska, þá borgar þú auðlindagjald. — Enginn getur eignast Grænland. Hér er því annan veg farið: Skrilljónamæringarnir hlæja að okkar ömurlega regluverki og kaupa upp hverja jörðina, ána, auðlindina, á fætur annarri. — Nú hefur skapast viðspyrna, án þess nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur sýni lit að vernda landið okkar. — Björgum Ströndum, Vestfjörðum, Íslandi, og snúum vörn í sókn!“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“

Hildur ósátt vegna herbergjamálsins og hnýtir í Samfylkinguna – „Með eindæmum lítilmannlegt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður