fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Þessir töluðu mest á Alþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingfundum 149. löggjafarþings var frestað þann 20. júní síðastliðinn. Þingið var að störfum frá 11. september til 14. desember 2018 og frá 21. janúar til 20. júní. Þingfundir voru samtals 129 og stóðu í rúmar 865 klst. Meðallengd þingfunda var 6 klst. og 42 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Lengsta umræðan var um þriðja orkupakkann sem stóð samtals í um 138 klst. Þingfundadagar voru alls 113, samkvæmt vef Alþingis.

Málþófið setur strik í reikninginn

Birgir Þórarinsson

Birgir Þórarinsson, Miðflokki, er sá þingmaður sem talaði mest, eða alls 40 klukkustundir, 11 mínútur og tvær sekúndur. Hélt hann 849 ræður.

Næstur í röðinni er Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokki, sem talaði í 36 klukkustundir, 46 mínútur og 41 sekúndu. Hélt hann 827 ræður.

Þriðji er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem talaði í samtals 25 klukkustundir, 46 mínútur og 41sekúndu og hélt 627 ræður.

Ljóst er að málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann er stærsti áhrifavaldurinn á ræðutíma yfirstandandi þings, en þingmenn Miðflokksins skipa 5. efstu sætin yfir þá sem mest töluðu.

Þorsteinn Víglundsson, Viðreisn, er sá þingmaður sem mest talaði þegar Miðflokksmenn eru ekki teknir með, en hann skipar 6. sæti listans með 20 klukkutíma, 42 mínútur og 22 sekúndur, og hélt hann 445 ræður.

Þar næstur er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, með 19 klukkutíma, 32 mínútur og 56 sekúndur, en hann hélt 443 ræður. Var Björn Leví ræðukóngur síðasta þings (148. þings) en hann talaði þá í 17 klukkustundir, átta mínútur og 13 sekúndur, í alls 384 ræðum.

Páll talaði minnst

 

Sá sem minnst talaði, þegar varaþingmenn eru ekki teknir með, var Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem talaði í þrjár klukkustundir, 30 mínútur og 34 sekúndur í alls 70 ræðum.

Minnst talaði Karen Elísabet Halldórsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, eða samtals eina mínútu og 32 sekúndur í sinni fyrstu og einu ræðu.

Málglaðasti varaþingmaðurinn var Jón Þór Þorvaldsson, Miðflokki, sem hélt 434 ræður og talaði í 15 tíma, 51 mínútu og 43 sekúndur.

Næst málglaðasti varaþingmaðurinn var Sara Elísa Þórðardóttir, Pírötum, sem talaði í tvo tíma, 36 mínútur og 13 sekúndur í 49 ræðum.

Í upphaflegu fréttinni var ranglega sagt að Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki hefði verið málglaðasti varaþingmaðurinn. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á mistökunum.

Tíu efstu yfir lengstu ræðurnar:

Röð Þingmaður Þingflokkur Tegund þingsetu Heildarræðutími Heildarfjöldi ræða
1 Birgir Þórarinsson Miðflokkurinn þingmaður 1 d., 16 klst., 11 mín., 2 sek. 849
2 Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn þingmaður 1 d., 12 klst., 31 mín., 30 sek. 827
3 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn þingmaður 1 d., 1 klst., 46 mín., 41 sek. 627
4 Ólafur Ísleifsson Flokkur fólksins,
Miðflokkurinn,
Utan þingflokka
þingmaður 23 klst., 53 mín., 57 sek. 474
5 Bergþór Ólason Miðflokkurinn þingmaður 21 klst., 52 mín., 5 sek. 550
6 Þorsteinn Víglundsson Viðreisn þingmaður 20 klst., 42 mín., 22 sek. 445
7 Björn Leví Gunnarsson Píratar þingmaður 19 klst., 32 mín., 56 sek. 443
8 Karl Gauti Hjaltason Flokkur fólksins,
Miðflokkurinn,
Utan þingflokka
þingmaður 19 klst., 13 mín., 29 sek. 387
9 Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokkurinn þingmaður 19 klst., 9 mín., 4 sek. 470
10 Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkur þingmaður 16 klst., 22 mín., 48 sek. 304

Píratar og Samfylking framleiddu mest

Af 262 frumvörpum urðu alls 120 að lögum, 138 voru óútrædd, eitt var kallað aftur, tveim var vísað til ríkisstjórnarinnar og eitt ekki samþykkt. Af 151 þingsályktunartillögu voru 47 samþykktar, 101 tillögur voru óútræddar, og þrem var vísað til ríkisstjórnarinnar.

Í töflunni að neðan má sjá að Píratar lögðu fram flest lagafrumvörp, en Samfylking lagði fram flestar þingsályktunartillögur.

Flokkar Lagafrumvörp Þingsályktanir
Sjálfstæðisflokkur 26 14
Framsóknarflokkur 4 13
VG 17 16
Miðflokkur 12 13
Samfylking 7 20
Viðreisn 18 8
Flokkur fólksins 14 8
Píratar 32 15

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK