Frá því mælingar Maskínu hófust um viðhorf almennings til Borgarlínu í byrjun árs 2018, hafa aldrei fleiri verið hlynntir henni líkt og nú, eða 54%. Alls 22% segjast andvíg slíkum áætlunum og viðhorf 24% mælast í meðallagi, samkvæmt tilkynningu.
Konur eru hlynntari Borgarlínunni (57,6%) en karlar (51,2%). Töluvert fleiri karlar en konur eru andvígir Borgarlínunni, en tæplega 28% þeirra eru andvíg samanborið við naumlega 16%
kvenna. Íslendingar á aldrinum 30 til 39 ára eru hlynntastir Borgarlínunni (69,6%). Þeir sem eru 60 ára og eldri eru síður hlynntir, eða um 45%.
Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntir Borgarlínunni. Reykvíkingar eru hlynntastir (64,1%) og fylgja nágrannasveitarfélög Reykjavíkur þar á eftir (54,5%). Austfirðingar eru andvígastir
Borgarlínunni (37,9%). Austfirðingar eru þeir einu sem eru andvígari Borgarlínunni nú en fyrir ári síðan. Flestir íbúar annarsstaðar a f landinu eru töluvert hlynntari Borgarlínunni núna en árið
2018.
Háskólamenntaðir eru hlynntastir Borgarlínunni. Slétt 63% þeirra eru hlynnt henni og tæplega 17% andvíg. Þeir sem lokið hafa grunnskólaprófi eru andvígastir Borgarlínunni (28,4%). Þeir
sem hafa lokið framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun eru hlynntari Borgarlínunni en þeir sem eru með grunnskólapróf. Milli 48% o g 49% þeirra eru hlynnt Borgarlínunni og á bilinu 24-25%
eru andvíg. Töluvert fleiri eru hlynntir Borgarlínunni nú en fyrir ári síðan á meðal þeirra sem lokið hafa framhaldsskólaprófi eða iðnmenntun.
Þeir sem myndu kjósa Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag eru hlynntastir Borgarlínunni (83,9%), en þeir sem myndu kjósa Miðflokkinn andvígastir(73,9%).
Af þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru íbúar miðborgar Reykjavíkur, Vesturbæjar og Seltjarnarness hlynntastir Borgarlínunni og eru íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal
andvígastir. Mesta breytingin á afstöðu til Borgarlínunnar frá því fyrir ári er á meðal Garðbæinga. Þá var 31% Garðabæinga hlynnt Borgarlínunni, en um 71% er nú hlynnt.