fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Eyþór Arnalds: „Borg­ar­bú­ar borga meira í launa­skatt til borg­ar­inn­ar en til rík­is­ins“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 09:43

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, Eyþór Arnalds, skrifar um skattastefnu Reykjavíkurborgar í Morgunblaðið í dag. Segir hann að stjórnmálamenn eigi að fara vel með það fé sem tekið sé af launafólki og húseigendum í skatt, en það sé ekki tilfellið hjá núverandi meirihluta:

„Í Reykja­vík hef­ur verið lögð sér­stök áhersla á að hækka þessa skatta og sker borg­in sig úr öðrum sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Má segja að borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn hafi náð ein­stök­um ár­angri í gjald­töku á flest­um sviðum. Tekj­ur er því ekki vanda­málið. Kostnaður við rekst­ur borg­ar­inn­ar ætti að vera hag­kvæm­ari en hjá minni sveit­ar­fé­lög­um. Reynd­in er önn­ur.“

Hærri kostnaður per íbúa

Eyþór nefnir að Reykjavíkurborg komi illa út úr öllum samanburði og nefnir nokkur dæmi:

„Borg­in er með miklu meiri kostnað á íbúa sam­kvæmt sam­an­b­urðartöl­um hjá Sam­bandi sveit­ar­fé­laga. Borg­in hef­ur greitt millj­arða í inn­kaup án útboða, en miðað við út­tekt innri end­ur­skoðunar borg­ar­inn­ar mætti spara allt að 22% í stór­um mála­flokk­um með útboðum. Vöxt­ur stjórn­kerf­is­ins hef­ur farið fram úr öll­um viðmiðunum og nýtt skipu­rit sem tók gildi í byrj­un þessa mánaðar skil­ar eng­um sparnaði. Borg­in hef­ur greitt fyr­ir bygg­ing­ar­rétt sem ekki er nýtt­ur. Borg­in hef­ur greitt fyr­ir aðstöðu einkaaðila í sam­keppn­is­rekstri, jafn­vel án fjár­heim­ilda,“

segir Eyþór og nefnir að Reykjavíkurborg hafi greitt rúmlega 100 milljónir í starfslokagreiðslur (launagreiðslur umfram það sem skylda er að greiða samkvæmt samningum) á átta árum, líkt og Eyjan fjallaði um í síðustu viku.

„Þá eru ótald­ar gríðar­há­ar fjár­hæðir í dótt­ur­fyr­ir­tækj­um borg­ar­inn­ar en þar hef­ur verið far­in sú leið ít­rekað að greiða starfs­loka­greiðslur um­fram samn­inga,“

segir Eyþór.

Borgin borgar

Eyþór segir að allt sé þetta á sömu bókina lært:

„Það virðist vera að vinstri meiri­hlut­inn fallni og viðreisti telji að þetta sé í góðu lagi. En borg­in býr ekki til pen­inga, held­ur tek­ur þá með skött­um og gjöld­um af fólk­inu í borg­inni. Borg­ur­un­um. Borg­ar­bú­ar borga meira í launa­skatt til borg­ar­inn­ar en til rík­is­ins. Meira en þeir sem búa í ná­grenni Reykja­vík­ur. Fast­eigna­skatt­ar á at­vinnu­hús­næði hækkuðu um 15% á þessu ári. Að óbreyttu mun fast­eigna­mat hækka skatta á hús­næði í Reykja­vík um 4,3% að jafnaði á næsta ári. Langt um­fram viðmið kjara­samn­inga. Akra­nes­kaupstaður hef­ur ákveðið að bregðast við þessu og lækka álagn­ing­una. Frá Reykja­vík heyr­ist ekki neitt, enda stefn­an sú að lækka ekki. Hér þarf að breyta um kúrs. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í borg­ar­stjórn hef­ur ít­rekað lagt til að álög­ur minnki frá því sem nú er. Þær til­lög­ur hafa því miður verið felld­ar. Sá plagsiður að borg­in borgi á að víkja fyr­ir því að vel sé farið með skatt­fé borg­ar­anna. Nú þegar hag­vaxt­ar­skeiðið er búið er enn mik­il­væg­ara en áður að stilla gjöld­um og skött­um í hóf. Borg­ar­bú­ar eiga það skilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi