fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Svona gæti Elliðaárvogurinn litið út innan skamms – Samið um uppbyggingu íbúðahverfis sem mun hýsa 13 þúsund manns

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu árum mun verða mikil umbreyting á Ártúnshöfða og svæðinu við Elliðaárvog þar sem grófur iðnaður mun víkja fyrir uppbyggingu íbúða og almennri atvinnustarfsemi og þjónustu. Borgarráð samþykkti í gær samningsramma sem gerðir verða við lóðarhafa um þessa fyrirhuguðu uppbyggingu og í  dag var skrifað undir fyrsta samkomulagið byggt á honum.

„Ártúnshöfði við Elliðaárvog er lykilsvæði í aðalskipulagi Reykjavíkur.  Með þessu er verið að leggja grunninn að einu stærsta uppbyggingarverkefni höfuðborgarsvæðis þar sem góð nýting lands og innviða á besta stað á höfuðborgarsvæðinu er höfð að leiðarljósi. Að sögn lóðarhafa  er um að ræða einstakt tækifæri til að þróa nýjan borgarhluta frá grunni þar sem hugað verður að öllum þáttum til að móta  gott umhverfi til að búa á og starfa,“

segir í tilkynningu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar fyrir hönd Árlands  skrifuðu undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Lóðirnar sem samkomulagið nær til eru um 10 hektara og í dag er aðeins hluti þeirra nýttur fyrir byggingar.

Miðað við fyrirliggjandi nýtingarhugmyndir er áætlað að byggingarmagn ofanjarðar á lóðunum Klasa verði um 167.000 fermetra og þar af 116.000 fermetra fyrir íbúðarhúsnæði og 51.000 fermetrar fyrir atvinnuhúsnæði. Áætlað byggingarmagn á lóðum Árlands er um 80.000 fermetrar.  Byggingarmagn mun ráðast af endanlegu samþykktu deiliskipulagi.

Lóðarhafar munu taka þátt í kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu innviða hverfisins með greiðslu gjalda umfram gatnagerðargjald. Áætlað er að í fullbyggt hverfi geti rúmað allt að 13.000 íbúa auk ýmis konar þjónustu og atvinnustarfsemi.  Fyrirhuguð borgarlína mun ganga í gegnum mitt þróunarsvæðið og renna enn frekar stoðum undir þessa uppbyggingu.

Miðlæg staðsetning Ártúnshöfða og áhersla á öflugar almenningssamgöngur mun því stytta vegalendir innan borgarinnar og styðja við umhverfisvæna þróun Reykjavíkurborgar með þéttri og nútímalegri borgarþróun.

Gert er ráð fyrir blandaðri byggð og fjölbreyttu íbúðaformi þar sem tekið er mið af en samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar um að 20% íbúða skuli vera leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða að meðtöldum kauprétti Félagsbústaða á 5% íbúða á fyrirframgefnu fermetraverði.   Staðsetning svæðisins í þungamiðju höfuðborgar er einstaklega heppileg fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæðis svo sem fyrir  verslun og þjónustu þannig að hverfið verði sjálfbært og vegalengdir í helstu þjónustu stuttar.

Gert er ráð fyrir að deiliskipulag fyrir fyrstu áfanga liggi fyrir til kynningar í lok þessa árs.  Framkvæmdir gætu því hafist á árinu 2021.

Tengt efni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi