fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

„Hálfvitinn“ við Sæbraut virkjaður í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýi guli innsiglingarvitinn við Sæbrautina var virkjaður í dag og tengdist þá öðrum vitum í Reykjavík. Borgarstjóri, hafnarstjóri og stjórn Faxaflóahafna hittust við vitann á hádegi á þessari sögulegu stund, samkvæmt tilkynningu. Vitinn við Sæbrautina er sagður mikilvægt öryggistæki fyrir sjófarendur en er einnig útsýnispallur og áningarstaður á gönguleið meðfram Sæbrautinni.

Vitinn leysir af innsiglingarvitann sem verið hefur í turni Sjómannaskólans frá árinu 1945. Hann þjónaði hluverki sínu þar til háhýsin við Borgartún og Hátún fóru að skyggja á geisla vitans. Innsiglingarvitarnir frá 1913-1917 í Gömlu höfninni voru notaðir sem fyrirmynd við hönnun Yrki Arkitekta á vitanum við Sæbraut.

„Hálf“viti 100 milljónir framúr kostnaði

Staðfest er að framkvæmdir vegna vitans fóru 100 milljónir fram úr áætlun. Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að verkefnið myndi kosta 75 milljónir en endanleg niðurstaða er 175 milljónir króna.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur gagnrýnt þessa framúrkeyrslu harðlega, sem og umframkostnað í nokkrum öðrum verkefnum borgarinnar.

Í frétt Eyjunnar 2. apríl voru þessi ummæli höfð eftir Vigdísi:

„Kæru Reykvíkingar og landsmenn allir. Hálfvitinn við Höfða er að rísa. Kostnaðaráætlun 75 milljónir. Endanlegur kostnaður ekki kominn – en stóð í rúmum 175 milljónum þegar ég athugaði síðast …!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“