fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ráðhúsið leikur á reiðiskjálfi: „Svo þarf ég að sitja andspænis þessari konu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá í morgun mun eineltis- og áreitnisteymi Reykjavíkurborgar taka kvartanir Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra, í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til rannsóknar.

Helga segist hafa setið undir árásum Vigdísar og telur sig lagða í einelti:

„Telur umbjóðandi minn sig hafa setið undir árásum á starfsheiður sinn og æru frá tilteknum borgarfulltrúum, einkum Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins. Þessi háttsemi hefur eðli málsins samkvæmt haft mikil áhrif á umbjóðanda minn sem er starfsmaður Reykjavíkurborgar.“

Svo skrifar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Helgu Bjargar, í bréfi til borgarritara, Stefáns Eiríkssonar og Vigdís birtir mynd af á Facebooksíðu sinni. Nefnir Sigrún að Helga hafi ekki haft tækifæri til að taka til varna, þar sem hún væri ekki aðili málsins og hennar eini kostur því að óska eftir rannsókninni.

Einelti þrátt fyrir takmörkuð samskipti

Í bréfi Sigrúnar er tekið fram að bein samskipti Helgu og Vigdísar hafi verið afar takmörkuð, en þó er dæmi tekið frá því þegar þær sátu saman á fundi. Helga segir að Vigdís hafi þá sagt við sig:

„…svo þarf ég að sitja andspænis þessari konu.“

Í bréfinu er nefnt að Vigdís hafi viðhaft fyrirlitningartón í orðum sínum og að þau hafi komið Helgu á óvart og henni fundist hún niðurlægð.

„Enginn fundarmanna brást við og umbjóðandi minn sem var að sinna starfi sínu þurfti því að sitja undir þessu,“

segir Sigrún í bréfinu.

Njósnir

Vigdís segir í færslu á Facebook í dag að það sé njósnað um sig og birtir 38 myndir af trúnaðargögnum sem hafa með kvartanir Helgu að gera. Vigdís segir:

„Hér er hluti af geggjuninni sem á sér stað í ráðhúsinu. Það er búið að njósna/rannsaka mig í tætlur ? Praktískt að hafa fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með sér í liði ? Hann hefur þegar sagt að hann vilji ekki vinna fyrir mig sem borgarritari – en vissulega vinnur hann vel fyrir Dag og co …!!! Borgarritari kallaði okkur kjörna fulltrúa m.a.s. „tudda á skólalóð“ – það er nú ekki mikil reisn yfir því …!!!“

Sjálf sögð beita eineltistilburðum

Forsaga málsins er sú að starfsmaður Reykjavíkurborgar kvartaði undan framkomu Helgu í sinn garð og komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Helga hefði sýnt af sér slæma framkomu í garð starfsmannsins, sem var undirmaður hennar. Vigdís Hauksdóttir hefur sagt að Helga hafi því sjálf beitt einelti, en ekki var fjallað um málið á þeirri forsendu í Héraðsdómi Reykjavíkur og vildi undirmaður Helgu heldur ekki nálgast málið á þeirri forsendu.

Helga hafði veitt undirmanni sínum áminningu, en Héraðsdómur afturkallaði áminninguna og gerði Reykjavíkurborg að greiða 1.5 milljónir í skaðabætur ásamt málskostnaði vegna framkomu Helgu Bjargar í garð undirmanns síns.

Dómari í málinu sá ástæðu til þess að minna Helgu sérstaklega á í dómsorði, að undirmenn hennar væru ekki „dýr í hringleikahúsi yfirmanna“ og að framkoma Helgu hefði talist lítilsvirðing í garð undirmanns síns.

„Fórnarlambið“ fært til

Samkvæmt heimildum Eyjunnar er nokkur óróleiki innan ráðhússins þar sem Helga Björg er að snúa aftur til starfa, en Helga tók sér leyfi í desember og gerðist tímabundinn aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, þar sem aðstoðarmaður Svandísar fór í fæðingarorlof.

Hinsvegar mun undirmaður Helgu sem kvartaði undan framkomu hennar, verða færður í Borgartúnið og samkvæmt heimildum Eyjunnar eru ekki allir á eitt sáttir með þá tilhögun, að hið svokallaða „fórnarlamb“ hins meinta eineltis sé fært til í starfi, meðan gerandinn í málinu gangi að sinni stöðu eins og ekkert hafi í skorist.

Rannsókn eftir dóm

Helga Björg óskaði eftir því í kjölfar dómsins, að Stefán Eiríksson, borgarritari og yfirmaður Helgu, virkjaði eineltisteymi Reykjavíkurborgar til að rannsaka málið betur, þó svo að áfrýjunarfrestur málsins væri liðinn.

Á þetta benti Vigdís Hauksdóttir í ágúst í fyrra og sagði að stjórnsýsla Reykjavíkurborgar væri í molum:

„Stjórnsýsla Reykjavíkur rannsakar sjálfa sig og tekur ekki mark á dómstólum!!! Nýverið felldi Héraðsdómur Reykjavíkur dóm í eineltismáli innan ráðhússins. Sá sem lagður var í einelti vann fullan sigur, borgin ákvað að fara ekki með málið fyrir Landsrétt og þolanda dæmdar bætur. Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu. Því nú hefur borgarritari virkjað eineltisteymi Skóla- og frístundasviðs til að „rannsaka málið“. Samkvæmt mínum upplýsingum var það gert að beiðni undirmanns hans – einmitt þess sem lagði þolandann í einelti sem starfar sem skrifstofustjóri borgarstjóra. Þolandanum/fjármálastjóranum er nú gert, þvert gegn vilja sínum, að mæta á fundi vegna þessa. Skrifstofa borgarstjóra heldur s.s. áfram með málið þó búið sé að dæma í því með afdráttarlausum orðum dómara um framkomu skrifstofustjóra í garð undirmanns.“

Morgunblaðið kvaðst hafa heimildir fyrir því að bæði borgarritari og borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, hafi vitað um eineltismálið og lögfræðingar bæði stefnenda/þolenda hafi hvatt þá til að ná sátt í málinu utan dómstóla. Hinsvegar hafi Reykjavíkurborg ákveðið að fara dómstólaleiðina, þrátt fyrir að augljóst væri að staða Helgu Bjargar væri afar veik í málinu.

 

Sjá nánar: Vigdís segir Helgu Björg standa á bak við nýja rannsókn á sínu eigin eineltismáli – „Stjórnsýsla Reykjavíkur rannsakar sjálfa sig og tekur ekki mark á dómstólum!!!“

Sjá nánar: Helga Björg sögð koma fram við undirmann eins og „dýr í hringleikahúsi“ – Starfar enn hjá Reykjavíkurborg – „Einörð og fylgin sér“

Sjá nánar: Meint einelti Vigdísar tekið fyrir af Reykjavíkurborg:„Búið er að virkja rannsóknarrétt ráðhússins!!! Verði þessu fólki að góðu“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?