fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Eyjan

Davíð svarar Halldóri fullum hálsi – Segir Áslaugu og Þórdísi reynslulitlar: „Það kann ekki góðri lukku að stýra

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, , svarar Halldóri Blöndal, fyrrverandi ráðherra flokksins, fullum hálsi í Reykjavíkubréfi sínu í dag. Þar gagnrýnir hann stjórn Sjálfstæðisflokksins harðlega sem hann segir reynslulitla og tala niður til flokkssystkina sína.

Halldór Blöndal gagnrýndi bréfaskrif Davíðs síðustu helgi þar sem hann boðaði endalok Sjálfstæðisflokksins. Kvað hann Davíð meðal annars fara með rangfærslur því hann hefði talað um tvískipaðan Seðlabankastjóra þegar rétt væri að hann hefði aðeins verið skipaður einu sinni á meðan Sjálfstæðisflokkur væri í ríkisstjórn.

Sjá einnig: Halldór Blöndal skammar Davíð Oddson 

Segir Halldóri að líta í eigin barm

Davíð rekur þá hvernig Már hafi í reynd verið skipaður í tvígang. Hann hafi verið skipaður 2014 til fimm ára, en það hafi verið gagnkvæmur skilningur hans og Bjarna Benediktssonar, að skipunin væri í reynd aðeins til eins árs. Davíð segir að Bjarni hafi alls ekki ætlað að skipta Má aftur, en sökum ófyrirséðra ástæðna hafi hann neyðst til þess en fullvissað flokkssystkini sín, þar á meðal Davíð, um að skipunin væri aðeins til eins árs.

„Það er nú svo. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði bæði gefið til kynna og sagt ýmsum frá að hann ætlaði sér ekki að endurskipa Má Guðmundsson þegar að því kom árið 2014. Þegar að þessu dró var ráðherrann staddur fyrir noraðn, sennilega á Siglufirði, og hringdi í menn og upplýsti þá, og þar á meðan ritstjóra Morgunblaðsins, að vegna óvænts flækjustigs sem upp hefði komið (sem ekki verður farið út í hér) hefði hann ekki náð að gera breytingarnar sem hann hefði margboðað. hann myndi því skipa Má og skipunarbréfið gæfi til kynna að það yrði til fimm ára. Hins vegar væri sameiginlegur skilningur á því að skipunin stæði í hæsta lagi til eins árs.“

„Ef ekki hefði legið svona illa á Halldóri Blöndal hefði hann ekki kallað á þessa dapurlegu upprifjun.“

Þetta skot á Halldór er bein vísun í gagnrýni þess síðarnefnda sem sagði að Davíð ætti að halda sig frá því að rita Reykjavíkurbréf sín þegar illa liggi á honum.

„Halldór vandar um sig og endurtekur að bréfaritari eigi ekki að skrifa þegar illa liggur á honum . þeim sem þekkja Halldór best mun þykja þessi ráðgjöf skondin og úr óvæntri átt.“

Davíð segist ekki hafa persónulega heyrt í Halldóri í lengri tíma. Halldór hafi þó ítrekað sett sig í samband við aðila sem standi Davíð nærri.

„Nú hefur bréfritari ekki heyrt í Halldóri lengi. En hann hringir til manna allt í kringum þann með sama hætti síðast og þeir segja að þetta liggi þetta líka óskaplega illa á honum núna. Það hlýtur að gera það því að Halldór er innst inni drengur góður. Hann ætti því kannski að bíða með þessar hringingar“

Hörð gagnrýni á forystu Sjálfstæðisflokksins

Í bréfi sínu sparar Davíð ekki stóru yfirlýsingar á núverandi stjórnendur Sjálfstæðisflokksins. Hann rifjar upp að innan flokksins hafi verið löng hefð fyrir því að þeir sem stæðu formanni næstir væru pólitískir reynsluboltar sem gætu leitt flokkinn í forföllum formanns.

„Aðrir flokkar höfðu á hinn boginn ýmsan hátt á slíku. Stundum voru helstu valdamenn þeirra flokka ekki í leiðtogarullu, heldur t.d. ungur og ágætur flokksbróðir eða -systir sem sat þar með táknrænum hætti og fór að auki vel á mynd, þótt opinbert leyndarmál væri að aðrir færu með flokksumboðið og völdin sem því fylgdu.“

Þó svo Davíð nefni þær ekki sérstaklega á nafn er hann að öllum líkindum að tala um varaformann og ritara Sjálfstæðisflokksins, þær Þordísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

„Sjálfstæði var tilvísunin og ekki fengin frá auglýsingastofum eins og nú tíðkast. Stjórnarsáttmálar voru samdir af leiðtogunum sjálfum með yfirlegu og samráði en ekki af pólitísku aðstoðarfólki á meðan aðrir átu vöfflur.“

Forystu Sjálfstæðisflokksins í dag virðist vera sama um hvað fari fram á landsfundum flokksins og útskýri niðurstöðu fundanna burt með útúrsnúningum. Þetta hátterni kunni ekki góðri lukku að stýra.

„Ný þykir fínt að reynslulítið fólk, sem hefur fengið pólitískt vægi með slíkt nesti langt umfram það sem áður tíðkaðist, tali niður til flokkssystkina sinna og leggi lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræðunni með þótta sem fer öllum illa. Það kann ekki góðri lukku að stýra“

Davíð bendir á að þorri flokksmanna sé andvígur þriðja orkupakkanum. Halldór Blöndal hafi sjálfur farið gegn Sjáflstæðisflokknum í Icesave-málum á sínum tíma.

„Það vantaði ekki neitt upp á það að hann sendi þá gömlum vinum sínum kveðjurnar eftir krókaleiðum vegna þess að þeir mökkuðu ekki með. Þeirra svik voru að fara ekki í kollhnís þegar kallið barst frá Steingrími og kröfuhöfum.“

Davíð segir  Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei jafnað sig eftir það högg. Nú standi til að veita flokknum annað slíkt högg, án þess að forystan útskýri hvers vegna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun