fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Kjötmálið: Sigmar segir ekki allt sem sýnist og telur Ólaf Stephensen forðast aðalatriðið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2019 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun greindi frá því að með ítarlegri skimun hafi fundist gen af STEC E. Coli bakteríunni í þriðjungi sýna af íslensku lambakjöti í fyrra. Þá fannst lifandi baktería sem bar með sér eiturefni í 16% tilvika. Um 600 sýni voru tekin af sauðfé, nautgripum, svínum og kjúklingum, bæði af innlendum og erlendum uppruna og leitað var eftir salmonellu, kampýlóbakter og shigatoxinmyndandi E.coli, sem er afbrigði E.coli sem myndað getur eiturefnið shigatoxín.

Þykir þetta koma þeim illa sem lagst hafa gegn innflutningi á hráu kjöti hingað til lands, á þeirri forsendu að erlent kjöt sé varhugavert vegna þess að það sé fullt af sýklalyfjum, sem myndi til dæmis fjölónæmar bakteríur og sé því hættulegt heilsu fólks.

Ekki allt sem sýnist

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson er einn þeirra sem hafa varað við innfluttu kjöti. Hann segir í dag að í skýrslu MAST sé margt áhugavert sem ekki hafi komið fram og bendir hann á svínakjötið til dæmis, þar sem í ljós kom að 15 sýni voru af óþekktum uppruna.

Gagnrýnir Sigmar eftirlit með innflutningi:

„15 sýni voru með óþekktum uppruna?  Hvernig stendur á því? Er virkilega ekki betra eftirlit með innflutningi en svo að það sé ekki hægt að gera grein fyrir 10% af heildar sýnatökunni?“

Sigmar baunar síðan á Ólaf Stephensen hjá Félagi atvinnurekenda, sem hefur barist hvað harðast gegn hverskyns höftum og bönnum gegn innflutningi erlends kjöts:

„Það kemur síðan ekki á óvart að Félag atvinnurekenda og Ólafur Stephensen munu reyna að gera sér mat úr þessu án þess að ræða aðalmálið sem snýr að þeirra málflutningi: eftirlit með innflutningi er ekki alveg 100% og sýnið sem reyndist sýkt var í ofanálag fjölónæm gagnvart sýklalyfjum.“

Félag atvinnurekenda hefur á samfélagsmiðlum sagt umræðuna um kjötið á villigötum og haldið orðum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis á lofti, sem sagði við Fréttablaðið:

„Þetta sýnir bara það að þetta er ekki eins og umræðan hefur verið um íslenska framleiðslu samanborið við þá erlendu. Sjúkdómsvaldandi bakteríur og sýklalyfjaónæmar bakteríur finnast líka í íslensku kjöti. Við erum ekki bara að tala um útlensk matvæli.“

Ísland í fararbroddi

Þann 29. maí síðastliðinn tilkynnti ríkisstjórn Íslands með pompi og pragt að Ísland hygðist vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur, enda ein helsta ógn við mannkynið, að mati Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni, Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins og Matvælastofnun Evrópusambandsins.

Á meðal helstu tillagna til að koma þessu á koppinn voru að:

  • Mynda teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklalyfjaónæmi.
  • Setja á fót „Sýklalyfjaónæmissjóð“. Hlutverk sjóðsins verði m.a. að greiða fyrir skimun og vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri.
  • Uppfæra gagnagrunninn Heilsu sem heldur utan um skráningar dýralækna á notkun sýklalyfja í búfé (í dag aðeins nautgripir og hross).
  • Skipa tvo starfshópa sérfræðinga sem annars vegar útbúa viðbragðsáætlanir er fylgja ber þegar sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í dýrum, sláturafurðum og matvælum og hins vegar útbúa leiðbeiningar um skynsamlega notkun og val á sýklalyfjum fyrir dýr, þ.m.t. sníkjudýralyf.
  • Tryggja samvinnu ráðuneyta að stefnumótun vegna aðgerða til að minnka áhættu á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum auk fjárveitingar til verkefnisins.

Fjármögnun tryggð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra ætla að verja 45 milljónum króna til að koma þessum verkefnum af stað strax á þessu ári. Jafnframt ætlar ríkisstjórnin að tryggja framtíðarfjármögnun verkefnisins.

 

Sjá einnig: Innflutningur á ófrystu hráu kjöti:Hætta eða hræðsluáróður ?

Sjá einnig: Flytja inn kjöt en beita sér samt gegn innfluttu kjöti:„Tvískinnungur af þessu tagi er alls ekki trúverðugur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“