fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2019 12:25

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi sem snýr að breytingu á barnaverndarlögum þess efnis, að tálmun foreldris gagnvart umgengisrétti hins foreldrisins á barni þeirra, varði sektum eða allt að fimm ára fangelsi og samræmist þar með öðrum brotum gegn börnum í hegningarlögum:

„Tálmi foreldri hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni að neyta umgengnisréttar, eða takmarki hann, varðar það sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Brot gegn ákvæði þessu sætir aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru barnaverndar til lögreglu. “

Byrnjar segir að málið hafi ekki hlotið náð fyrir augum þingheims í gærkvöldi.

Þingheimur á öðru máli

Brynjar segir að tálmun megi skilgreina sem ofbeldi gagnvart börnum, þar sem þau eigi ávallt að njóta umgengnisréttar við foreldra sína. Hinsvegar hafi þingheimur aðrar hugmyndir, þar sem frumvarpið hlaut ekki brautargengi:

„Til að stemma stigu við þessu ofbeldi lagði ég fram frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, ásamt nokkrum öðrum, þar sem lagt var til með skýrum hætti að sömu viðurlög giltu um þessu brot og önnur alvarleg andleg og líkamleg brot gegn börnum og að barnaverndaryfirvöld hefðu sömu úrræði og þau hefðu í öðrum vanrækslumálum gagnvart börnum. Gekk ég út frá því sem vísu að þingheimur tæki nú undir meginmarkmið þessa frumvarps. Reyndin varð samt önnur.“

Hræsni þingmanna gagnvart velferð barna

Brynjar gagnrýnir þá þingmenn sem kusu gegn málinu, en hafa sagst vera umhugað um réttindi þeirra hingað til:

„Þeir flokkar sem sí og æ stæra sig á því að vera í baráttu gegn hvers kyns ofbeldi og vera mjög umhugað um velferð barna börðust hatrammlega gegn frumvarpinu og hafa komið í veg fyrir að hægt sé að greiða atkvæði um málið. Flestir áttu nú erfitt með að útskýra andstöðu sína sína við málið og því var farið í hártogun um að viðurlögin væru of harkaleg og það væri ekki gott fyrir börnin að mæður færu í fangelsi. Að vísu þarf enginn að fara í fangelsi en rétt er að benda á að fangelsin eru uppfull af feðrum og enginn hefur áhyggjur af því.“

Þá telur Brynjar að raunverulega ástæðan fyrir andstöðu þingheims sé feminísks eðlis:

„Að því að við eigum nú tilfinningaríka þingmenn kom fram í umræðum um málið síðast raunverulega ástæðan fyrir andstöðunni. Frumvarpið er sem sagt árás á konur og réttindi þeirra. Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra og sennilega eru réttindi feðra í huga þessa fólks aftast ef þau eru þá yfirhöfuð með.“

Þá lofar Brynjar þætti Sindra Sindrasonar á Stöð 2 um tálmun:

„Þegar Sindri Sindrason er ekki að vekja fólk um miðjar nætur eða hnýsast í ísskápa eða persónulegar hirslur fólks gerir hann góða þætti í sjónvarpi. Einn slíkur var í gærkveldi um tálmun á umgengni. Öllum er ljóst hvurslags ofbeldi slík tálmun er og þær alvarlegu afleiðingar sem fylgja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra