fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Er aftur verið að reyna að koma í veg fyrir framboð Heiðveigar? Farsakennd vegferð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. júní 2019 12:51

Heiðveig María Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjörstjórn sjómannafélagsins hefur dæmt framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, ógilt og krafist lagfæringa á framboðslista og jafnframt nýs meðmælendalista. Heiðveig greinir frá samskiptum sínum við kjörstjórn Sjómannafélagsins á Facebook og segir vegferðina farsakennda.  Hún skorar á kjörstjórn að endurskoða afstöðu sína.

Heiðveig hefur lengi staðið í baráttu við Sjómannafélagsins. Félagið hefur leitað allra ráða til að koma í veg fyrir að Heiðveig geti boðið sig fram í stjórn. Frægt var þegar henni var vikið úr félaginu fyrir að gagnrýna sitjandi stjórn eftir síðasta aðalfund. Heiðveig leitaði réttar síns og hafði að lokum betur þegar Félagsdómur kvað upp að óheimilt hefði verið að víkja henni úr félaginu.

„Þegar ég tók ákvörðun fyrir rúmi ári síðan að bjóða mig fram ásamt frábærum hópi af metnaðarfullu og duglegu flóki þá hvarflaði það aldrei að mér að vegferðin ætti eftir að verða eins farsakennd og nú liggur fyrir,.“ skrifar Heiðveig.  Hún lagði fyrir tæpri viku í annað sinn fram lista frambjóðenda ásamt um 120 manna meðmælalista. Allir á framboðslista voru metnir löglegir af kjörstjórn og mælendafjöldi var nægjanlegur. En þá kom babb í bátinn.

„Vikan á eftir hefur hins vegar einkennst af karpi við kjörstjórn um túlkun laga félagsins – en kjörstjórn hefur dæmt framboðið ógilt og óskað eftir lagfæringum á listanum sem og 100 meðmælendum AFTUR þar sem þeim þykir listinn ekki nógu dreifður og reyna að vísa í lög félagsins því til stuðnings. Því erum við ósammála og skorum því á kjörstjórn að endurskoða afstöðu sína.

Að þessu sögðu þá tel ég að þær eðlilegu félagslegu og lýðræðislegu leiðir sem venjulega er hægt að fara í öllum venjulegum og eðlilegum stéttarfélögum séu fullreyndar.“

Með færslu sinni deildi Heiðveig jafnframt svari Kjörstjórnar, en rök þeirra lúta að því að framboðslisti hennar hafi ekki endurspeglað samsetningu félagsmanna og væri það á skjöni við lög félagsins.

„Við skoðun á B-lista til setu í trúnaðarmannaráði sést að hann er að langmestu leyti samansettur af félagsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins og SFS um kaup og kjör sjómanna á fiskiskipum, auk eins félagsmanns sem starfar samkvæmt kjarasamningi félagsins og Landhelgisgæslunnar og eins félagsmanns sem starfar á olíuskipi, án kjarasamnings. Á B-lista til trúnaðarmannaráðs eru því engir félagsmenn sem starfa á farskipum, samkvæmt kjarasamningi félagsins við Eimskip og Samskip, en félagsmenn á farskipum eru tæplega 20% félagsmanna. Þá eru á B-lista til trúnaðarmannaráðs engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum. Horfa verður til þess að þess hefur ávallt verið gætt hjá félaginu, um áratugalangt skeið, til samræmis við lög félagsins, að trúnaðarmannaráð sé skipað félagsmönnum úr öllum starfsgreinum og endurspegli þannig sjónarmið, áherslur og vilja allra félagsmanna, sem ekki fara alltaf saman, og starfa samkvæmt mismunandi kjarasamningi, í stað þess að þar sé aðeins einsleitur  hópur félagsmanna. B-listi uppfyllir þannig ekki skilyrði 16. gr. laga félagsins um það hvernig trúnaðarmannaráð skuli skipað.“

Heiðveigu var því gert að bæta úr þessum annmörkum, leggja fram nýjan framboðslista og leggja fram nýjan lista meðmælenda.  Bréf kjörstjórnar er dagsett 5. júní og er Heiðveigu gefinn frestur fram á mánudag til að bregðast við athugasemdunum.

„Við sjómenn þurfum að geta komið okkar sjónarmiðum á framfæri, því ekki gerir sjómannaforystan það“

Heiðveig María býður sig fram sem formaður Sjómannafélags Íslands – Gagnrýnir skrípaleik í kringum lög félagsins

Heiðveig María í ólgusjó:Mátti ekki vera ólétt í vinnunni: „Margir sögðust ekki ráða konur, punktur“

Heiðveig var rekin vegna þess að forystan telur hana ganga erinda sósíalista – Fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt