fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Verðkönnun ASÍ: 10-11 er lang dýrasta matvöruverslunin – 420 króna munur á 2ja lítra kók

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslanir 10-11 eru dýrustu verslanirnar samkvæmt verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. júní sl. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrastar af þeim ellefu verslunum sem verð var kannað hjá. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Super 1 skipar sér í hóp lágvöruverðsverslana með verð sem eru í mörgum tilfellum svipuð og í Bónus og Krónunni en hærri í ákveðnum tilvikum.  Í 62 tilfellum af 106 var yfir 81% munur á hæsta og lægsta verði en í 45 af 105 tilfellum var yfir 100% verðmunur. Hæsta verðið var oftast í 10-11 en það lægsta oftast í Bónus.

Iceland og Hagkaup eru dýrustu verslanirnar að minni hverfisverslunum undanskildum (10-11, Samkaup strax og Krambúðinni) en Iceland er aðeins oftar með hærri verð en Hagkaup í þessari könnun.

2 lítra kók á 649 kr
Lítri af nýmjólk eða léttmjólk frá MS á 299 kr., French Roast kaffi frá Te og Kaffi á 1.799 kr., Lífskorn brauð frá Myllunni á 729 kr., kassi af Hrauni (200 gr.) á 599 kr., 649 kr. fyrir tveggja lítra Coca Cola og 1.299 kr. fyrir 10 stk pylsupakka frá SS eru dæmi um verð í 10-11 sem var oftast með hæstu verðin í þessari könnun.

Til samanburðar kostar líter af nýmjólk 169 kr. í Hagkaupum og Iceland þar sem hún er næst dýrust og 152 kr. í Bónus þar sem mjólkin er ódýrust. French Roast kaffið kostar 1.379 kr. í Krambúðinni þar sem það er næst dýrast og 975 kr. í Bónus þar sem það er ódýrast. Lífskorn brauð er ódýrast í Bónus á 398 kr. en næst dýrast í Samkaup strax á 549 kr.

Kassi af Hrauni er næst dýrastur í Samkaupum strax á 399 kr. en ódýrastur í Bónus á 225 kr. Þá kosta tveir lítrar af Coca cola 229 kr. í Nettó þar sem verðið er lægst, 429 kr. í Samkaupum strax sem er næst hæsta verðið en 649 kr. í 10-11 þar sem verðið er hæst. SS pylsur, 10 stk. Eru ódýrastar í Bónus 787 kr., næst dýrastar í Samkaupum-strax 989 kr. en lang dýrastar í 10-11 eða 1.299 kr.

Super 1 kemur sér fyrir í flokki lágvöruverðsverslana
Verðlagið í 10-11 er langt hæst í könnuninni eins og áður segir og munar töluverðu á þeirri verslun og Samkaup strax sem er næst hæst. Verðlagið í Samkaup strax er þó einnig gegnum gangandi mikið hærra en í meirihluta verslananna í könnuninni þrátt fyrir að vera töluvert lægra en í 10-11. Þessar þrjár búðir, 10-11, Samkaup strax og Krambúðin skera sig frá restinni af verslununum og eru almennt minni og með minna vöruúrval.

Verðlag í verslunum Iceland svipar til Krambúðarinnarog sama má segja um Hagkaup. Tölurverður vegur er síðan frá verðlagi í verslunum Hagkaups og Iceland að verðlagi í hinum verslununum, Kjörbúðinni, Fjarðarkaupum, Super 1, Nettó, Krónunni og Bónus.

Bónus og Krónan eru að jafnaði nálægt hvor annarri í verðlagi og eru yfirleitt ódýrustu verslanirnar en þar á eftir koma Nettó og Super-1. Þar á eftir koma Fjarðarkaup og Kjörbúðin sem eru þá að jafnaði aðeins dýrari en ódýrustu lágvöruverðsverslanirnar en ódýrari en Hagkaup og Iceland.

Um könnunina
Í könnuninni var hilluverð á 106 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina.

Könnunin var framkvæmd mánudaginn 3. júní 2019 á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Skeifunni, Nettó Mjódd, Super 1 Hallveigarstíg, Krónunni Lindum, Hagkaup í Skeifunni, Iceland í Glæsibæ, Fjarðarkaupum, Costco og Kjörbúðinni Garði. Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?