fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Íslenskir stjórnendur áhyggjufullir – Raunaukning launatengdra gjalda atvinnurekenda frá aldamótum er 162%

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. júní 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Launatengd gjöld, sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum, hafa hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Þetta er hækkun upp á 8,32 prósentustig, eða ríflega 60%“

segir í frétt á vef Félags atvinnurekenda (FA).

Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann skýrslu fyrir FA er nefnist Hvað greiðir launagreiðandinn í raun? Þróun síðustu ára. 

Sjá má á töflunni hér að neðan að flestir útgjaldaliðir launatengdra gjalda hafa hækkað frá aldamótum:

„Mest munar um hækkun mótframlags atvinnurekenda vegna lögbundins lífeyrissparnaðar úr 6 í 11,5%. Atvinnutryggingargjald snarhækkaði eftir hrun en hefur ekki lækkað til fyrra horfs á ný þrátt fyrir betra atvinnuástand. Almennt tryggingagjald er nú 5,15% en var 3,99% um aldamót. Þá hefur í kjarasamningum verið samið um hækkanir gjalda vegna endurmenntunarsjóðs og endurhæfingarsjóðs,“

segir í frétt FA.

Raunhækkun launatengdra gjalda af miðlungslaunum 162%
Í skýrslu Intellecon  kemur fram að miðgildi launa hjá félagsmönnum í VR var 321.170 krónur árið 2000, á verðlagi ársins 2018. Miðgildi launa var hins vegar 513.400 krónur árið 2018. Launatengd gjöld af miðgildi launa árið 2000 voru rúmlega 43 þúsund krónur á verðlagi ársins 2018, en árið 2018 greiddi launagreiðandinn rúmlega 113 þúsund krónur af miðlungslaunum. „Þessar tölur eru á föstu verðlagi og því sambærilegar,“ segir í skýrslu Intellecon. „Raunaukning launatengdra gjalda, sé miðað við miðgildi launa, nemur því um 162% á þessu tímabili.“

Á þessum tíma hafa laun hækkað um 60% á föstu verðlagi og má því rekja hækkunina að stærstum hluta til hærri launatengdra gjalda.

60% eftir í launaumslaginu
Í skýrslunni er stillt upp „launaseðlum“ sem sýna hversu mikið situr eftir í launaumslagi launþegans af miðlungslaunum. Kostnaður launagreiðanda af því að greiða miðgildi launa, 513.400 krónur, var á síðasta ári 626.502 krónur. Af því fær launþeginn 377.645 krónur útborgaðar eða um 60%, en í þessum útreikningi eru lífeyrisgreiðslur og lífeyrisréttindi ekki talin með.

Tíu starfsmenn verða sex
Intellecon kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að laun hafi hækkað umfram framleiðni í landinu. Samkvæmt tölum OECD hafi verg landframleiðsla á hverja unna klukkustund aukist um 55% og landsframleiðsla á hvern starfsmann um 34% frá árinu 2000. Á sama tíma hafi opinberar álögur aukist, bæði á launþega og launagreiðendur.

„Atvinnurekandi sem var með 10 manns í vinnu árið 2000 og greiddi þeim miðgildi launa það árið hefur í dag aðeins efni á að greiða tæplega 6 starfsmönnum laun nema að til komi framleiðniaukning sem vegi á móti kostnaðinum ella bitni það á rekstrarafkomu fyrirtækisins,“ segir í skýrslunni.

Lengra verður ekki gengið
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að kannanir félagsins meðal aðildarfyrirtækja hafi sýnt að stjórnendur hafi vaxandi áhyggjur af launatengdum kostnaði. Í síðustu könnun í byrjun árs hafi verið spurt hver ættu að vera helstu baráttumál félagsins á árinu og hafi flestir nefnt tryggingagjald og önnur launatengd gjöld.

„Niðurstaðan kemur ekki að öllu leyti á óvart, en þetta eru gífurlegar hækkanir á ekki lengri tíma. Við teljum að lengra verði ekki gengið í að bæta við kostnað atvinnurekenda vegna launagreiðslna. Slíkar hækkanir koma í veg fyrir að fyrirtæki geti vaxið eðlilega og bætt við sig starfsfólki,“ segir Ólafur. „FA mun halda áfram baráttu sinni fyrir því að til dæmis tryggingagjaldið verði lækkað í það horf sem það var fyrir hrun.“

Skýrsla Intellecon: Hvað greiðir launagreiðandinn í raun? Þróun síðustu ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags
Eyjan
Fyrir 1 viku

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku