fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Ólafur Ólafsson: „Þetta er fullnaðarsigur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. júní 2019 10:32

Ólafur Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu var Árni Kolbeinsson vanhæfur til að dæma í Al-Thani málinu, sem getur þýtt endurupptöku málsins hér á landi. Árið 2015 voru þeir Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson dæmdir fyrir aðild sína á málinu og hlutu fjögurra til fimm og hálfs ára dóma, sem voru þá þyngstu dómar í efnahagsbrotamálum hérlendis.

Ólafur Ólafsson hefur sent frá sér tilkynningu vegna niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, hvar hann segir fullnaðarsigur hafa unnist:

„Fegurðin við Ísland felst meðal annars í fámenninu en við þær aðstæður verður sérstaklega að gæta að hlutleysi í viðkvæmum málum vegna náinna tengsla í litlu samfélagi. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að það er sannarlega brot á mannréttindum þegar vanhæfur dómari situr í dómi. Þetta er fullnaðarsigur.“

Hann segist ítekað hafa rekist á veggi í ferlinu:

„Niðurstaða Mannréttindadómstólsins sýnir fram á að ég naut ekki réttlátrar málsmeðferðar og úrlausnar fyrir óvilhöllum dómstólum, sem er einn af hornsteinum réttarríkisins. Þetta staðfestir athugasemdir sem ég hef gert við meðferð málsins á öllum stigum þess; íslenskir dómarar hafa ekki gætt að hæfi sínu og setið í dómi þar sem vafi leikur á hlutleysi þeirra. Í viðleitni til að sanna sakleysi mitt hef ég ítrekað rekist á veggi þar sem samtvinnuð hagsmunagæsla óskilgreindra afla í dómskerfinu hefur komið í veg fyrir að hægt væri að leiða hið sanna í ljós.“

Í tilkynningunni segir einnig að það snúi uppá íslensk stjórnvöld að:

„Uppfylla þjóðréttalegar skuldbindingar sínar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og beina málum af þessu tagi í viðeigandi farveg til að einstaklingar fái notið þeirra réttinda sem sáttmálinn byggir á.“

Tilkynningin frá Ólafi í heild sinni

 Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í dómi sem birtur var í dag að brotið hafi verið gegn mannréttindum Ólafs Ólafssonar við meðferð Al-Thani málsins.  Í dómnum segir að Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu. Er það niðurstaða dómsins að störf sonar hans fyrir Kaupþing leiði til þess að draga megi í efa hlutleysi dómarans við meðferð málsins og að hann hefði af þeim sökum átt að segja sig frá því.

Með þessu er staðfest alvarleg brotalöm í meðferð málsins fyrir dómi á Íslandi, sem hófst fyrir sjö árum. Síðan þá hefur ítrekað verið bent á vina-, hagsmuna- og venslatengsl við meðferð mála en því ávallt hafnað hvort sem það hefur verið fyrir endurupptökunefnd, héraðsdómi, landsrétti eða hæstarétti. Krafa Ólafs hefur einfaldlega verið sú að fá úrlausn sinna mála fyrir hlutlausum og óvilhöllum dómstólum til að geta leitt hið sanna í ljós um sakleysi sitt.

Með dómi Mannréttindardómstólsins í dag er ljóst að Al-Thani dómurinn var kveðinn upp af vanhæfum dómstól. Það snýr uppá íslensk stjórnvöld að uppfylla þjóðréttalegar skuldbindingar sínar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og beina málum af þessu tagi í viðeigandi farveg til að einstaklingar fái notið þeirra réttinda sem sáttmálinn byggir á. Í því sambandi er hægt að vísa í nýlega umræðu á Alþingi þar sem fram kom að það væri grundvallarhlutverk Mannréttindadómstólsins að vernda hagsmuni borgaranna gegn ágangi ríkisvaldsins og valdníðslu.

„Niðurstaða Mannréttindadómstólsins sýnir fram á að ég naut ekki réttlátrar málsmeðferðar og úrlausnar fyrir óvilhöllum dómstólum, sem er einn af hornsteinum réttarríkisins. Þetta staðfestir athugasemdir sem ég hef gert við meðferð málsins á öllum stigum þess; íslenskir dómarar hafa ekki gætt að hæfi sínu og setið í dómi þar sem vafi leikur á hlutleysi þeirra. Í viðleitni til að sanna sakleysi mitt hef ég ítrekað rekist á veggi þar sem samtvinnuð hagsmunagæsla óskilgreindra afla í dómskerfinu hefur komið í veg fyrir að hægt væri að leiða hið sanna í ljós. Fegurðin við Ísland felst meðal annars í fámenninu en við þær aðstæður verður sérstaklega að gæta að hlutleysi í viðkvæmum málum vegna náinna tengsla í litlu samfélagi. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að það er sannarlega brot á mannréttindum þegar vanhæfur dómari situr í dómi. Þetta er fullnaðarsigur,“ segir Ólafur Ólafsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð