fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Herjólfur heimtur úr helju í Póllandi eftir greiðslu lausnargjalds – „Mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 4. júní 2019 16:05

Guðbjartur Ellert og Bergþóra Mynd/Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr Herjólfur hefur loksins verið afhentur. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, tók formlega á móti ferjunni í Gdynaia, Póllandi, í dag.  Hún og stjórnarformaður skipasmíðastöðvarinnar skrifuðu undir tilheyrandi pappíra og samtímis var gengið frá lokagreiðslu og uppjöri.  Þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar.

Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., Guðbjartur Ellert Jónsson, hefur tekið Herjólf til leigu og er áhöfnin sem mun sigla Herjólfi til Íslands þegar mætt til Póllands, þó nokkra daga muni taka í viðbót til að gera skipið klárt.

Í frétt Vegagerðarinnar segir:

„Afhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega. Nýr Herjólfur ristir nokkuð grynnra en gamli Herjólfur og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Það mun auðvelda og flýta fyrir dýpkun og ætti að fækka þeim dögum sem ekki er unnt að sigla í Landeyjahöfn.“

Nýr Herjólfur mun sigla fyrir rafmagni alfarið þegar frá líður.

Samið um „lausnargjald“

Skipasmíðastöðin Crist S.A. krafðist 8.9 milljóna evra fyrir Herjólf í febrúar, til viðbótar við umsamið verð, eða sem nemur þriðjungi kaupverðsins. Taldi fyrirtækið að hönnun skipsins hefði breyst í framleiðsluferlinu, sem fæli í sér aukinn kostnað. Upphaflega var samið um að smíðin myndi kosta um fjóra milljarða króna, en „lausnargjald“ skipasmíðastöðvarinnar hljóðaði upp á um 1.2 milljarða króna.

Eftir harðar samningalotur féllst Vegagerðin á að greiða samtals 1.5 milljónir evra, eða um 210 milljónir króna og falla frá kröfu um tafarbætur, sem voru tvær milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”