fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Jón Gunnar tekur við Samgöngustofu – Metinn hæfari en Þórólfur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. júní 2019 16:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst n.k. Hann tekur því við starfinu af Þórólfi Árnasyni, sem einnig sótti um starfið, en hlaut ekki.

Jón Gunnar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Technical University of Denmark og B.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið stjórnandi sl. 30 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi. Þá starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Alcan á Íslandi og á Englandi og sem framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands.

Umsækjendur um embætti forstjóra Samgöngustofu voru 23. Í greinargerð hæfnisnefndar eru tilgreindir fimm umsækjendur sem nefndin telur hæfasta til að gegna umræddu starfi og var Jón Gunnar einn þeirra. Í mati nefndar, eftir yfirferð umsagnargagna og viðtöl, fékk Jón Gunnar flest stig þeirra fimm sem nefndin mat hæfasta. Ráðherra tók viðtöl við þá fimm einstaklinga sem nefndin mat hæfasta og var það mat hans að Jón Gunnar væri best til þess fallinn að gegna starfinu.

Í nefndinni sátu Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við HÍ, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Aðfinnslur gætu vegið þungt

Starfshópur sem Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, setti saman til að greina verkefni Samgöngustofu, skilaði af sér áfangaskýrslu í október í fyrra. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um starfsemina, meðal annars um innri starfsemi og stjórnun Samgöngustofu, sem rökstutt var ítarlega.

Ekki er loku fyrir það skotið að sú skýrsla hafi dregið Þórólf niður í einkunnagjöf hæfnisnefndarinnar.

Sjá nánar: Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu:„Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Tilkynning, annars framlengt

Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna skulu þeir skipaðir tímabundið til fimm ára í senn, en Þórólfur tók við starfinu í ágúst 2014.

Tilkynna þarf þeim sem embættin skipa, að til standi að auglýsa stöður þeirra til umsóknar. Þetta þarf að gera sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út, ellegar framlengist skipanatími þeirra sjálfkrafa um önnur fimm ár, hafi þeir ekki óskað eftir að láta af störfum sjálfir.

Þessir sóttu um

Aðrir umsækjendur voru:

  • Aðalsteinn Magnússon, rekstrarhagfræðingur
  • Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri
  • Einar Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri
  • Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
  • Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri
  • Guðjón Skúlason, forstöðumaður
  • Guðmundur I. Bergþórsson, verkefnastjóri
  • Hafsteinn Viktorsson, forstjóri
  • Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
  • Halldór Ólafsson Zoëga, deildarstjóri
  • Hlynur Sigurgeirsson, hagfræðingur
  • Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri
  • Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri
  • Jón Karl Ólafsson, ráðgjafi
  • Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri
  • Margrét Hauksdóttir, forstjóri
  • Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri
  • Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóri og stjórnsýsluráðgjafi
  • Sigrún Birna Sigurðardóttir, ráðgjafi
  • Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri
  • Trausti Harðarson, ráðgjafi
  • Þorkell Hróar Björnsson, framkvæmdastjóri
  • Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“