fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Steinunn Ólína: „Getur verið að fjármálaráðherra sé vampíra?“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 31. maí 2019 09:23

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í þeirri óskiljanlegu ríkisstjórn sem hér situr geysist forsætisráðherra um álfuna og flytur fagnaðarerindi Sósíaldemókrata meðan fjármálaráðherra boðar hagræðingaraðgerðir og biður okkur að fara betur með krónurnar okkar. Ég hef áhyggjur af Katrínu. Mér finnst eins og hún sé ekki með sjálfri sér. Er hún í álögum? Getur verið að fjármálaráðherra sé vampíra?“

Svo spyr Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Fréttablaðinu í dag, hvar hún fer yfir sviðið í efnahagsmálunum, eftir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um nýja endurskoðaða fjármálastefnu fyrir 2018-2022, vegna breyttra forsenda. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur algerlega á valdi Bjarna:

„Það er engu líkara en að fjármálaráðherra hafi bitið forsætisráðherra til blóðs og nú sé hún gersamlega á valdi hans. Meðan sultarólin er hert heimsækir hún Múlalund, gengur á Úlfarsfell og undirritar samkomulag um loftslagsmál og grænar lausnir.Ég kem þessu ekki heim og saman.“

Hvaða krónur ?

Bjarni sagði við Morgunblaðið í dag að nú þyrfti að velta við hverri krónu og leita leiða til að gera betur, halda að sér höndum og spara. Steinunn Ólína segist ekki skilja hvernig það eigi að vera hægt:

„Ekki veit ég hvernig þeir, sem missa nú vegna hagræðingar vinnuna, eiga að fara betur með sínar krónur. Strauja þær og kyssa bless áður en atvinnuleysið tekur heimilin af fólkinu? En það er ljós í myrkrinu. Veikir og gamlir verða nú ekki í vandræðum með að fara vel með það sem þeir eiga ekki til! Í ferðaþjónustu er spáð samdrætti og ríkisstofnanir skulu skila arði segir fjármálaráðherra. Hvernig Landspítalanum á að takast það verður væntanlega svarað í næsta páskaeggi.

Sér fjármálaráðherra fyrir sér einhvers konar hungurleika á Landspítalanum þar sem erlendir ferðamenn geta keypt sig inn til að fylgjast með sjúklingum og starfsfólki berjast fyrir lífi sínu og annarra. Verður Alabama nýr áfangastaður Icelandair í Bandaríkjunum í vetur? Annars er nú opið allan sólarhringinn á Alþingi voru þessa dagana svo réttast væri að opna þar án tafar strippbúllu og bar sem gæti sannarlega skilað ríkulegum arði í heimilisbókhaldi ráðherrahjónanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG