fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Úr bók Stefáns Einars: Matthías vann að stofnun WOW úr forstjórastóli Iceland Express

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. maí 2019 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýútkominni bók Stefáns Einars Stefánssonar, WOW, ris og fall flugfélags, er umfjöllun um Matthías Imsland, sem var forstjóri Iceland Express rétt áður en WOW air var stofnað.

Greint er frá því að Pálmi Haraldsson, eigandi Iceland Express, hafi grunað Matthías um að vera tvöfaldan í roðinu, þar sem hann hefði aðkomu að fyrirætlunum Skúla Mogensen um stofnun nýs flugfélags, meðan hann var enn forstjóri Iceland Express.

Matthías lét af störfum hjá Iceland Express þann 19. september 2011 og var tilkynnt um að það hefði verið að hans frumkvæði. Við forstjórastarfinu tók Birgir Jónsson, sem hafði áður gegnt því starfi á árunum 2004-2006.

Aðeins 10 dögum eftir að Birgir tók við sagði hann starfi sínu lausu. Ástæðan var sögð  vera of mikil afskipti eigenda félagsins, sem gengi gegn þeim skilyrðum sem hann hafði sett við ráðninguna. Við tók Skarphéðinn Berg Steinarsson, hvers fyrsta verk var að send lögfræðing Iceland Express á fund Sýslumannsins í Reykjavík til að krefjast lögbanns á Matthías Imsland:

„Koma átti í veg fyrir að hann gæti nýtt sér trúnaðarupplýsingar í þeim tilgangi að stofna annað flugrekstrarfélag,“ segir Stefán Einar í bók sinni.

„Í lögbannskröfunni sagði að Matthías hefði frá þeim tíma er hann fór frá félaginu verið í „miklu sambandi við viðskiptavini“ Iceland Express, bæði hér heima og erlendis og að hann hefði haft „samband við fyrrum undirmenn sína hjá gerðarbeiðanda til að kanna hug þeirra til þess að skipta um starfsvettvang og fara að starfa hjá sér í nýju félagi.“

Töldu stjórnendur Iceland Express að Matthías hefði þarna brotið ákvæði í ráðningarsamningi sínum, um að hann mætti ekki efna til samkeppni við félagið innan tveggja ára frá því hann hætti þar störfum, né nýta sér trúnaðarupplýsingar innan þriggja ára.

Njósnað um símagögn

„Í gerðarbeiðninni viðurkenndu forsvarsmenn Iceland Express að þeir hefðu komist á snoðir um þessi umsvif Matthíasar með því að skoða útskrift af notkun á Blackberry -farsíma sem hann hafði til umráða hjá félaginu og eftir að hann var rekinn frá félaginu,“

segir í bókinni.

Þar er einnig greint frá því að í lögbannskröfunni hafi Matthías verið sakaður um að fegra uppgjör félagsins á árinu 2011, sem hafi leitt til brottreksturs hans. Hafi þá Skúli Mogensen séð sig tilneyddan til að greina frá áætlunum sínum um stofnun nýs flugfélags, þar sem greint var frá því að félagið yrði í meirihlutaeigu Skúla og meðal hluthafa væru Matthías Imsland og og Baldur Oddur Baldursson, sem yrði framkvæmdastjóri.

Lögmaður Matthíasar barðist hart gegn lögbannskröfunni og sagði að verið væri að rægja skjólstæðing sinn og sverta mannorð hans að yfirlögðu ráði. Væri Matthías því að íhuga meiðyrðamál og bent á að allar takmarkanir á atvinnufrelsi Matthíasar hefðu fallið úr gildi við uppsögn hans. Var það einnig staðfesting á því að Matthías hefði ekki kosið að hætta að eigin frumkvæði. Úr varð að Sýslumaður hafnaði kröfunni um lögbann.

Wow air keypti Iceland Express síðan í október 2012 og hætti Matthías störfum í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi