fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Ragnar svarar Loga fullum hálsi: „Ekki dettur mér í hug að kalla hann slíku nafni“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. maí 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Bergmann nýtur gríðarlegs trausts, ef sjálfstraustið er talið með. Nú mun hann hafa ,,abbast upp á” einn skæðasta skriffinninn á Facebook í sunnudagsblaði Mbl. Logi kallaði sem sé nafngreindan lífeyrisþega ,,karlpúng”. Það var ekki fallegt. Hann virðist vera með fordóma gegn þeim hópi fólks. Ekki dettur mér í hug að kalla hann slíku nafni, og ekki heldur ,,kerlingarpíku”, sem væri þó í stíl við hans orðfæri.“

Svo ritar Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og forstjóri Eurocard, um pistil Loga Bergmanns Eiðssonar í Morgunblaðinu um helgina.

Takið skófluna af Ragnari

Ummæli Ragnars í garð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara og þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðustu viku, urðu tilefni að pistlaskrifum Loga sem segir Ragnar vera „karlpung“ og minnist á að Ragnar hafi komið við sögu í meintu samráði kortafyrirtækja.

Eftirfarandi eru nokkur ummæla Loga:

„Nú væri sennilega frábær tími til að taka skófluna af Ragnari Önundarsyni svo hann hætti að grafa sig dýpra og dýpra. Það er hreinlega ekki einleikið hvað hann er mikill sérfræðingur í að sýna hæfni sína í mannlegum samskiptum. Eða ekki. Sérstaklega þegar kemur að einum þingmanni.“

„En það er því miður enginn skortur á karlpungum sem vita allra best hvað er að í þessu þjóðfélagi og búa einmitt yfir lausnunum. Sem væri heppilegt ef þeir hefðu ekki sjálfir verið bara mjög virkir í stjórnmálum og viðskiptum. Með umdeilanlegum árangri.  Þetta hefur ekkert með aldur að gera. Miklu frekar viðhorf sem virðist þrungið af biturð og reiði yfir því að hafa ekkert með málin að gera.“

„Þetta var ekki nóg fyrir okkar mann. Hann fann sig knúinn í vikunni til að greina áhrif prófkjöra á stjórnmálin með þeim hætti að „glæsilegasta konan væri varaformaður og sætasti krakkinn væri ritari“. Sætasti krakkinn er einmitt Áslaug Arna, sem er reyndar á svipuðum aldri og Ragnar var þegar hann varð bankastjóri. Ferli hans í viðskiptum lauk reyndar í obbolitlu samráði. En það er önnur saga,“

skrifaði Logi, en Ragnar var sakaður um að hafa haft samráð um verðlagningu á þjónustu kortafyrirtækja sem forstjóri Eurocard, þar sem Valitor, Borgun og Greiðsluveitan komu öll við sögu. Hætti hann störfum í kjölfarið.

Þá segir Logi einnig:

Og hjá sumum hefur nánast allt verið á leiðinni lóðbeint til helvítis síðan þeir hættu að hafa einhver völd og áhrif.“

Össur gefur góð ráð

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, skrifar athugasemd við færslu Ragnars og virðist sem um einskonar ókeypis ráðgjöf sé að ræða:

„Þegar menn fá verðskuldaða rassskellingu er best að gráta í hljóði en varast að láta sjá sig á almannafæri.“

Ragnar virðist þó ekki ætla að taka ráðum Össurar:

„Þú mundir sem sé láta þennan liðlétting þagga niður í þér ?“

Sjá einnig: Telur Áslaugu eiga að leita til sálfræðings í stað þess að sækjast eftir æðsta frama

Sjá einnigRagnar gerði það aftur:„Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari“

Sjá einnig: Áslaug Arna um „óeðlilegan áhuga Ragnars:„Hvað næst? #ekkiveraragnar“

Sjá einnig: Ragnar útskýrir ummæli sín:„Nokkrar viðkvæmar sálir hafa hrokkið í varnarstöðu“

Sjá einnigRagnar um Sjálfstæðisflokkinn:„Ekki beinlínis verið heppinn í sínum ,,kvennamálum” í seinni tíð, er það?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt