fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Eyjan

Kjararáð talið hafa brotið gegn stjórnsýslulögum- „Lítur illa út fyrir stjórnvöld“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. maí 2019 10:06

Haukur Arnþórsson Mynd-Sósíalistaflokkur Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið sáluga Kjararáð úrskurðaði þann 21. desember árið 2011 að ríkisforstjórar ættu að fá afturvirkar launahækkanir. Var sagt að tilkynna ætti hverjum og einum forstjóra með bréfi um hvaða hækkun þeir fengu. Þau bréf voru aldrei send og engin fylgigögn virðast vera til um ákvörðun Kjararáðs í fundargerð, sem er brot á stjórnsýslulögum, að mati Hauks Arnþórssonar, stjórnsýslufræðings. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

„Þrennt virðist hafa farið úrskeiðis þegar kjararáð kvað upp úrskurð sinn um afturvirka launahækkun til handa forstjórum ríkisstofnana 21. desember 2011. Þetta virðist afleit stjórnsýsla og það lítur illa út fyrir stjórnvöld ef kjararáð hefur brotið fleiri en eina lagareglu. Þá á ég við skráningarskyldu, birtingarskyldu og leiðbeiningarreglu,“

segir Haukur og bendir á að auk stjórnsýslulaga, gildi sérlög um kjararáð, en í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að aðilum sé tilkynnt um ákvörðun ráðsins, eða ákvörðunin birt með fullnægjandi hætti. Þá eigi aðilar málsins rétt á rökstuðningi og hafi ákveðnar kæruheimildir:

,,Það er hægt að skjóta málinu til Umboðsmanns Alþingis en meginleiðin væri að skjóta því til dómstóla. Sennilega myndi halla verulega á kjararáð vegna hugsanlegra brota á skráningarskyldu og af þeim sökum gæti myndast skaðabótaréttur hjá skjólstæðingum kjararáðs gagnvart ríkissjóði ef þeir telja að samræmis hafi ekki verið gætt,“

segir Haukur, sem skipaði 46. sæti framboðslista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa